Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 81-93 | Gestirnir sóttu sigur í Fjörðinn Siggeir Ævarsson skrifar 18. október 2023 22:55 Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík. Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann tólf stiga sigur á Haukum þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í Ólafssal í Hafnafirði í kvöld. Keflavík er því enn í toppsæti deildarinnar, ósigrað í fimm leikjum. Eftir frábæra 8-0 byrjun Hauka voru gestirnir ekki lengi að jafna og leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta. Keflvíkingar virtust ætla að ná undirtökunum í leiknum fyrir hálfleik en eftir mistök í síðustu sókn þeirra setti Keira Robinson niður þrist og minnkaði muninn í þrjú stig, staðan 48-51 í hálfleik. Keira fór mikinn í kvöld og hélt Haukum hreinlega inni í leiknum með einstaklingsframtaki trekk í trekk. Sóknarleikur Hauka var ágætur í kvöld en vörnin var oft ansi gloppótt og Keflvíkingar áttu of oft alltof auðvelt með að skora. Leikurinn var þó engu að síður jafn og spennandi allt fram í blálokin þegar nokkur dýrkeypt mistök kostuðu Hauka ódýrar körfur og munurinn rauk upp í tveggja stafa tölu þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Haukar skutu og skutu fyrir utan en skotin hættu að detta á ögurstundu og Keflavík sigldi sigrinum heim. Af hverju vann Keflavík? Keflavík spilaði á köflum frábæra vörn og þá nýttu þær breidd liðsins vel en þær fengu 23 stig af bekknum í kvöld Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson og Tinna Alexandersdóttir báru uppi sóknarleik Hauka í kvöld. Keira með 25 stig, tíu fráköst og átta stoðsendingar og Tinna bætti við 22 stigum og sjö fráköstum. Hjá Keflavík var Daniela Wallen stigahæst með 20 stig, 15 fráköst og átta stoðsendingar. Þá var Anna Ingunn Svansdóttir sjóðandi heit fyrir utan með fimm þrista í átta skotum, 19 stig frá henni. Hvað gekk illa? Haukum gekk illa að fá stig frá öðrum leikmönnum en Keiru og Tinnu. Þær tóku báðar 22 skot meðan að aðrir leikmenn höfðu frekar hægt um sig sóknarlega. Hvað gerist næst? Keflavík tekur á móti Snæfelli og Haukar á móti Grindavík þriðjudaginn 24. október. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15 og verður leikur Keflavíkur og Snæfells í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og textalýsingu hér á Vísi. Sverrir Þór: „Ég gæti alveg auðveldlega spilað á tólf leikmönnum ef að mínúturnar biðu upp á það“ Sverrir Þór Sverrisson er ennþá taplaus í þjálfarastólnum hjá KeflavíkVísir/Bára Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sagði í viðtali fyrir leik að planið væri að reyna að stoppa bakverði Hauka. Það plan gekk ekki fullkomlega upp en þó að einhverju leyti þar sem Haukar komust nær aldrei í hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. „Það er líka athyglisvert að við fáum á okkur 48 stig í fyrri hálfleik en það eru að ég held tvö úr hraðaupphlaupum hjá þeim. Það var það sem við ætluðum að stoppa, hraðinn hjá þeim. En það var einhver annar leki þarna sem að við náðum ekki að laga fyrr en í seinni hálfleik. Fengum á okkur bara 33 þá og gerðum miklu betur þar.“ Stigaskorið dreifðist víða hjá Keflavík eins og svo oft áður og var Sverrir sáttur með varamannabekkinn. „Frábær sigur og mikill karakter í liðinu. Haukarnir ógnuðu okkur oft, bæði komust yfir og minnkuðu muninn. En við héldum haus og héldum áfram. Góðar innkomur af bekk sem var virkilega jákvætt. Daniela náttúrulega frábær og Anna Ingunn raðaði niður þristum.“ Það er valin kona í hverju rúmi hjá Keflavík og Sverrir tók undir að bekkurinn sem hann er að vinna með væri hyldjúpur. „Hann er það. Ég gæti alveg auðveldlega spilað á tólf leikmönnum ef að mínúturnar biðu upp á það. En sumar eru að spila minna og þær verða vonandi að stíga ennþá meira upp og koma sér framar. Það er bara samkeppni sem er bara jákvætt. En breiddin telur ekki nema það séu allar að taka samkeppninni fagnandi og leggja harðar að sér.“ Þrátt fyrir nokkuð öruggan sigur í lokin var leikurinn ansi jafn á köflum, en í hvert sinn sem Haukar gerðu sig líklega var eins og Keflavík ákveði að skrúfa aðeins upp vörnina. „Það var þannig. Við bættum alltaf í og komumst alltaf einhverjum 7-8 stigum yfir. Þær eru auðvitað hörkulið og gáfust aldrei upp. Það var ekki fyrr en það voru örfáar mínútur að við náðum að fara með þetta yfir tíu stigin. Þá var eins og það væri hálfgerð uppgjöf hjá þeim.“ Keflvíkingar eru enn taplausir í deildinni en Sverrir gat ekki tekið undir þá hugmynd að mögulega væri kominn tími á tapleik til að venjast þeirri tilfinningu líka. „Við bara tökum einn leik í einu og leggjum allt í hann og veltum okkur ekki meira upp úr því. Þetta er bara deildarkeppnin, hún er ekki einu sinni hálfnuð og við þurfum að bæta okkur helling. Við eigum eftir að mæta ennþá sterkari liðum þegar liðin eru komin lengra inn í mótið. En við eigum líka helling inni. Við eigum eftir að eflast og verðum vonandi vaxandi lið í vetur og uppi á hárréttum tíma.“ Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF
Keflavík vann tólf stiga sigur á Haukum þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í Ólafssal í Hafnafirði í kvöld. Keflavík er því enn í toppsæti deildarinnar, ósigrað í fimm leikjum. Eftir frábæra 8-0 byrjun Hauka voru gestirnir ekki lengi að jafna og leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta. Keflvíkingar virtust ætla að ná undirtökunum í leiknum fyrir hálfleik en eftir mistök í síðustu sókn þeirra setti Keira Robinson niður þrist og minnkaði muninn í þrjú stig, staðan 48-51 í hálfleik. Keira fór mikinn í kvöld og hélt Haukum hreinlega inni í leiknum með einstaklingsframtaki trekk í trekk. Sóknarleikur Hauka var ágætur í kvöld en vörnin var oft ansi gloppótt og Keflvíkingar áttu of oft alltof auðvelt með að skora. Leikurinn var þó engu að síður jafn og spennandi allt fram í blálokin þegar nokkur dýrkeypt mistök kostuðu Hauka ódýrar körfur og munurinn rauk upp í tveggja stafa tölu þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Haukar skutu og skutu fyrir utan en skotin hættu að detta á ögurstundu og Keflavík sigldi sigrinum heim. Af hverju vann Keflavík? Keflavík spilaði á köflum frábæra vörn og þá nýttu þær breidd liðsins vel en þær fengu 23 stig af bekknum í kvöld Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson og Tinna Alexandersdóttir báru uppi sóknarleik Hauka í kvöld. Keira með 25 stig, tíu fráköst og átta stoðsendingar og Tinna bætti við 22 stigum og sjö fráköstum. Hjá Keflavík var Daniela Wallen stigahæst með 20 stig, 15 fráköst og átta stoðsendingar. Þá var Anna Ingunn Svansdóttir sjóðandi heit fyrir utan með fimm þrista í átta skotum, 19 stig frá henni. Hvað gekk illa? Haukum gekk illa að fá stig frá öðrum leikmönnum en Keiru og Tinnu. Þær tóku báðar 22 skot meðan að aðrir leikmenn höfðu frekar hægt um sig sóknarlega. Hvað gerist næst? Keflavík tekur á móti Snæfelli og Haukar á móti Grindavík þriðjudaginn 24. október. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15 og verður leikur Keflavíkur og Snæfells í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og textalýsingu hér á Vísi. Sverrir Þór: „Ég gæti alveg auðveldlega spilað á tólf leikmönnum ef að mínúturnar biðu upp á það“ Sverrir Þór Sverrisson er ennþá taplaus í þjálfarastólnum hjá KeflavíkVísir/Bára Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sagði í viðtali fyrir leik að planið væri að reyna að stoppa bakverði Hauka. Það plan gekk ekki fullkomlega upp en þó að einhverju leyti þar sem Haukar komust nær aldrei í hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. „Það er líka athyglisvert að við fáum á okkur 48 stig í fyrri hálfleik en það eru að ég held tvö úr hraðaupphlaupum hjá þeim. Það var það sem við ætluðum að stoppa, hraðinn hjá þeim. En það var einhver annar leki þarna sem að við náðum ekki að laga fyrr en í seinni hálfleik. Fengum á okkur bara 33 þá og gerðum miklu betur þar.“ Stigaskorið dreifðist víða hjá Keflavík eins og svo oft áður og var Sverrir sáttur með varamannabekkinn. „Frábær sigur og mikill karakter í liðinu. Haukarnir ógnuðu okkur oft, bæði komust yfir og minnkuðu muninn. En við héldum haus og héldum áfram. Góðar innkomur af bekk sem var virkilega jákvætt. Daniela náttúrulega frábær og Anna Ingunn raðaði niður þristum.“ Það er valin kona í hverju rúmi hjá Keflavík og Sverrir tók undir að bekkurinn sem hann er að vinna með væri hyldjúpur. „Hann er það. Ég gæti alveg auðveldlega spilað á tólf leikmönnum ef að mínúturnar biðu upp á það. En sumar eru að spila minna og þær verða vonandi að stíga ennþá meira upp og koma sér framar. Það er bara samkeppni sem er bara jákvætt. En breiddin telur ekki nema það séu allar að taka samkeppninni fagnandi og leggja harðar að sér.“ Þrátt fyrir nokkuð öruggan sigur í lokin var leikurinn ansi jafn á köflum, en í hvert sinn sem Haukar gerðu sig líklega var eins og Keflavík ákveði að skrúfa aðeins upp vörnina. „Það var þannig. Við bættum alltaf í og komumst alltaf einhverjum 7-8 stigum yfir. Þær eru auðvitað hörkulið og gáfust aldrei upp. Það var ekki fyrr en það voru örfáar mínútur að við náðum að fara með þetta yfir tíu stigin. Þá var eins og það væri hálfgerð uppgjöf hjá þeim.“ Keflvíkingar eru enn taplausir í deildinni en Sverrir gat ekki tekið undir þá hugmynd að mögulega væri kominn tími á tapleik til að venjast þeirri tilfinningu líka. „Við bara tökum einn leik í einu og leggjum allt í hann og veltum okkur ekki meira upp úr því. Þetta er bara deildarkeppnin, hún er ekki einu sinni hálfnuð og við þurfum að bæta okkur helling. Við eigum eftir að mæta ennþá sterkari liðum þegar liðin eru komin lengra inn í mótið. En við eigum líka helling inni. Við eigum eftir að eflast og verðum vonandi vaxandi lið í vetur og uppi á hárréttum tíma.“
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Íslenski boltinn
Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fram - Vestri 2-4 | Andri Rúnar með sýningu í sigri Vestra Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Íslenski boltinn
Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fram - Vestri 2-4 | Andri Rúnar með sýningu í sigri Vestra Íslenski boltinn