„Hún er með sjálfstraust á við miðaldra hvítan karlmann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 12:30 Ísold Sævarsdóttir er mjög efnilega körfubolta og hefur byrjað feril sinn vel í efstu deild. Vísir/Hulda Margrét Ungu efnilegu körfuboltastelpurnar úr Garðabænum eru farnar að láta til sín taka í Subway deild kvenna í körfubolta og þær fögnuðu sínum fyrsta sigri um síðustu helgi. Körfuboltakvöld kvenna fór yfir liðið og ræddi þá sérstaklega kornunga tvo leikmenn liðsins. „Það eru tvær stelpur í þessu Stjörnuliði sem ég myndi segja að væru algjörir elítutalentar á sínum aldri,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, en áður hafði komið fram að hin fimmtán ára gamla Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði 31 stig í sigri á Fjölni. „Hin er Ísold Sævarsdóttir. Haddý, hvað finnst þér um hana sem leikmann,“ spurði Hörður en sextán ára gamla Ísold var með sautján stig í sigrinum á Fjölni. „Mér finnst hún algjör töffari. Hún er ekki hrædd við neitt. Hún er ógeðslega fljót og brýtur upp hvaða vörn sem er,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, og var mjög ánægð með boltaflæðið í kringum þennan unga leikstjórnanda. „Hún er einhvern vegin töffaraleg og grjóthörð. Ég er mjög hrifin af henni,“ sagði Hallveig og Ólöf Helga Pálsdóttir tók undir það. „Hún er nefnilega grjóthörð. Hún er með sjálfstraust á við miðaldra hvítan karlmann,“ sagði Ólöf Helga létt. „Ég hef talað við hana sem þjálfarinn hennar og hún veit hvað hún er góð. Vel gert hjá þér: Ég veit það,“ sagði Ólöf. „Ég elska þetta því þetta er svo sjaldséð hjá stelpum á þessum aldri,“ sagði Ólöf. „Hún er líka að stjórna liðinu frá A til Ö. Lætur fólk heyra það og gerir það mjög vel,“ sagði Hallveig. Það má horfa á alla umfjöllunina um Ísold Sævarsdóttur og ungu stelpurnar í Stjörnunni hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Ungar Stjörnukonur Subway-deild kvenna Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
„Það eru tvær stelpur í þessu Stjörnuliði sem ég myndi segja að væru algjörir elítutalentar á sínum aldri,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, en áður hafði komið fram að hin fimmtán ára gamla Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði 31 stig í sigri á Fjölni. „Hin er Ísold Sævarsdóttir. Haddý, hvað finnst þér um hana sem leikmann,“ spurði Hörður en sextán ára gamla Ísold var með sautján stig í sigrinum á Fjölni. „Mér finnst hún algjör töffari. Hún er ekki hrædd við neitt. Hún er ógeðslega fljót og brýtur upp hvaða vörn sem er,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, og var mjög ánægð með boltaflæðið í kringum þennan unga leikstjórnanda. „Hún er einhvern vegin töffaraleg og grjóthörð. Ég er mjög hrifin af henni,“ sagði Hallveig og Ólöf Helga Pálsdóttir tók undir það. „Hún er nefnilega grjóthörð. Hún er með sjálfstraust á við miðaldra hvítan karlmann,“ sagði Ólöf Helga létt. „Ég hef talað við hana sem þjálfarinn hennar og hún veit hvað hún er góð. Vel gert hjá þér: Ég veit það,“ sagði Ólöf. „Ég elska þetta því þetta er svo sjaldséð hjá stelpum á þessum aldri,“ sagði Ólöf. „Hún er líka að stjórna liðinu frá A til Ö. Lætur fólk heyra það og gerir það mjög vel,“ sagði Hallveig. Það má horfa á alla umfjöllunina um Ísold Sævarsdóttur og ungu stelpurnar í Stjörnunni hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Ungar Stjörnukonur
Subway-deild kvenna Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira