Fimmtíu stiga hiti í ökuklefa Formúlu eitt ökumannanna um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 08:00 Max Verstappen fagnar sigri í Katar kappakstrinum um helgina. EPA-EFE/ALI HAIDER Formúlu eitt ökumennirnir þurftu að upplifa hálfgert helvíti í katarska kappakstrinum um helgina. Ökumennirnir hafa fordæmt þær aðstæður sem þeir urðu að vinna við í Katar. Í yfirlýsingu þeirra kemur fram að aðstæðurnar hafi verið lífshættulegar og óásættanlegar. Keppnin fór fram í gríðarlegum hita í Katar og það er talið að hitastigið hafi farið upp í fimmtíu gráðir í ökuklefa ökumannanna. Max Verstappen vann kappaksturinn en Oscar Piastri og Lando Norris voru með honum á pallinum. Með þessum sigri varð það endanlega ljóst að Verstappen er orðinn heimsmeistari þriðja árið í röð. Esteban Ocon sagði að hann hefði ælt inn í hjálminn sinn vegna hitans. Lance Stroll sagði að hann hefði næstum því misst meðvitund. Alex Albon þurfti aðstoð læknaliðs vegna örmögnunar vegna ofhitunar. Logan Sargeant hætti keppni vegna vökvaskorts en hann hafði glímt við veikindi í aðdraganda kappakstursins. Það þurfti að hjálpa Stroll og Albon við að koamst úr bílnum sínum. George Russell talaði líka um að hann hafi verið nálægt því að missa meðvitund. „Þetta var langt yfir þeim mörkum sem teljast vera ásættanleg. Yfir fimmtíu prósent ökumannanna leið mjög illa, gátu ekki keyrt og voru við það að missa meðvitund. Þú vilt ekki eiga á hættu að missa meðvitund þegar þú ert að keyra á 320 km hraða. Þannig leið mér nokkrum sinnum, sagði George Russell. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Akstursíþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Ökumennirnir hafa fordæmt þær aðstæður sem þeir urðu að vinna við í Katar. Í yfirlýsingu þeirra kemur fram að aðstæðurnar hafi verið lífshættulegar og óásættanlegar. Keppnin fór fram í gríðarlegum hita í Katar og það er talið að hitastigið hafi farið upp í fimmtíu gráðir í ökuklefa ökumannanna. Max Verstappen vann kappaksturinn en Oscar Piastri og Lando Norris voru með honum á pallinum. Með þessum sigri varð það endanlega ljóst að Verstappen er orðinn heimsmeistari þriðja árið í röð. Esteban Ocon sagði að hann hefði ælt inn í hjálminn sinn vegna hitans. Lance Stroll sagði að hann hefði næstum því misst meðvitund. Alex Albon þurfti aðstoð læknaliðs vegna örmögnunar vegna ofhitunar. Logan Sargeant hætti keppni vegna vökvaskorts en hann hafði glímt við veikindi í aðdraganda kappakstursins. Það þurfti að hjálpa Stroll og Albon við að koamst úr bílnum sínum. George Russell talaði líka um að hann hafi verið nálægt því að missa meðvitund. „Þetta var langt yfir þeim mörkum sem teljast vera ásættanleg. Yfir fimmtíu prósent ökumannanna leið mjög illa, gátu ekki keyrt og voru við það að missa meðvitund. Þú vilt ekki eiga á hættu að missa meðvitund þegar þú ert að keyra á 320 km hraða. Þannig leið mér nokkrum sinnum, sagði George Russell. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Akstursíþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira