Ný tegund netsvika beinist að heimabanka Íslendinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2023 09:42 Lögreglan biðlar til fólks um að temja sér tortryggni gagnvart hverskyns skilaboðum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við nýju formi netsvika, svokölluðum smishing árásum. Þar er markmiðið að yfirtaka heimabanka með alvarlegum afleiðingum, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Fólk fái skilaboð sem líti út fyrir að vera frá þeirra viðskiptabanka. Í tilkynningunni kemur fram að smishing sé form vefveiða þar sem glæpamenn senda út svikul skilaboð í formi SMS skilaboða. Segir að þetta hafi verið algengt form netárása hér á Íslandi. Oftast sé um að ræða lygar um að pakki sé kominn til móttakanda og tengill á síðu látinn fylgja með þar sem þarf að skrá kortaupplýsingar til að greiða „smá“ gjald. Um sé að ræða algengasta form netsvindls á Íslandi. Skilaboðin séu oftast í nafni þekktra fyrirtækja sem svindlararnir misnota. Geta opnað kreditkort og jafnvel stofnað til skulda Lögregla segir að nú fái fólk skilaboð sem fullyrt er að séu frá bankanum þeirra. Þolendur séu beðnir um að opna tengil og síðan staðfesta skráningu með rafrænum skilríkjum. „Þetta er gert til að komast inn á heimabanka viðkomandi og í raun yfirtaka hann. Það er greinilegt að þessir glæpamenn hafa góða þekkingu á virkni heimabanka og hvernig hægt er að millifæra fé og jafnvel stofna ný greiðslukort og virkja þau stafrænt á símum glæpamannanna.“ Skýringarmynd lögreglunnar af svindlinu. Fólk temji sér tortryggni Lögregla segir að þegar glæpamenn hafi náð stjórn á heimabankanum þá geti þeir gert ansi mikinn usla. Þeir geti stolið umtalsverðum upphæðum og jafnvel stofnað til skulda. Lögregla segir að fólk sem ekki tali íslensku að móðurmáli virðist vera viðkvæmara fyrir þessari tegund svindls. Nú sé verið að gera varnir tryggari gegn þessu nýja svindli. „En vandinn er að hluta til sá að brotaþolar eru sviknir til að staðfesta aðgerðir með rafrænni auðkenningu og hleypa þannig glæpamönnunum inn á heimabankann sinn eins og þau væru að fara inn sjálf.“ Lögregla beinir því til fólks að skoða gaumgæfilega öll skilaboð sem miða að bankaviðskiptum og greiðslum og temja sér tortryggni gagnvart þeim. Fólk skuli ekki treysta vörumerkjum fyrirtækja því þau sé mjög auðvelt að falsa í svikaskilaboðum. Lögreglumál Netglæpir Íslenskir bankar Fjarskipti Netöryggi Tækni Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Í tilkynningunni kemur fram að smishing sé form vefveiða þar sem glæpamenn senda út svikul skilaboð í formi SMS skilaboða. Segir að þetta hafi verið algengt form netárása hér á Íslandi. Oftast sé um að ræða lygar um að pakki sé kominn til móttakanda og tengill á síðu látinn fylgja með þar sem þarf að skrá kortaupplýsingar til að greiða „smá“ gjald. Um sé að ræða algengasta form netsvindls á Íslandi. Skilaboðin séu oftast í nafni þekktra fyrirtækja sem svindlararnir misnota. Geta opnað kreditkort og jafnvel stofnað til skulda Lögregla segir að nú fái fólk skilaboð sem fullyrt er að séu frá bankanum þeirra. Þolendur séu beðnir um að opna tengil og síðan staðfesta skráningu með rafrænum skilríkjum. „Þetta er gert til að komast inn á heimabanka viðkomandi og í raun yfirtaka hann. Það er greinilegt að þessir glæpamenn hafa góða þekkingu á virkni heimabanka og hvernig hægt er að millifæra fé og jafnvel stofna ný greiðslukort og virkja þau stafrænt á símum glæpamannanna.“ Skýringarmynd lögreglunnar af svindlinu. Fólk temji sér tortryggni Lögregla segir að þegar glæpamenn hafi náð stjórn á heimabankanum þá geti þeir gert ansi mikinn usla. Þeir geti stolið umtalsverðum upphæðum og jafnvel stofnað til skulda. Lögregla segir að fólk sem ekki tali íslensku að móðurmáli virðist vera viðkvæmara fyrir þessari tegund svindls. Nú sé verið að gera varnir tryggari gegn þessu nýja svindli. „En vandinn er að hluta til sá að brotaþolar eru sviknir til að staðfesta aðgerðir með rafrænni auðkenningu og hleypa þannig glæpamönnunum inn á heimabankann sinn eins og þau væru að fara inn sjálf.“ Lögregla beinir því til fólks að skoða gaumgæfilega öll skilaboð sem miða að bankaviðskiptum og greiðslum og temja sér tortryggni gagnvart þeim. Fólk skuli ekki treysta vörumerkjum fyrirtækja því þau sé mjög auðvelt að falsa í svikaskilaboðum.
Lögreglumál Netglæpir Íslenskir bankar Fjarskipti Netöryggi Tækni Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira