Dusty hafði betur í toppbaráttunni og sigurgangan heldur áfram Snorri Már Vagnsson skrifar 3. október 2023 22:15 NOCCO Dusty er enn með fullt hús stiga í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike eftir nokkuð öruggan sigur gegn ÍA í toppslag deildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram á Ancient. Spilað var í CS2, breyttri útgáfu af CS:GO, en nú er leikurinn ögn bjartari og lítur öðruvísi út, svo spurning var um það hvernig lið myndu mæta til leiks. NOCCO Dusty hóf leikinn betur og tók fyrstu þrjár loturnar í sókn. Dusty-menn voru duglegir að brjóta niður varnir ÍA og komu sprengjunni niður aftur og aftur og ÍA hafði ekki mörg svör við því. ÍA sigraði eina lotu en Dusty hélt svo uppteknum hætti og tóku aðrar þrjár lotur, staðan þá 1-6. Sóknarþungi Dusty virtist of mikill framan af leik, en þeir voru fljótir að fella óvini til að finna glufur í vörn ÍA og planta sprengjunni snemma í lotunum. Eftir plöntun virtist uppskriftin þeirra vera að fella ÍA-menn í einvígum og planið virkaði vel. Í hálfleik höfðu ÍA-menn aðeins unnið fjórar lotur og höfðu stórt verk að vinna í seinni hálfleik. Staðan í hálfleik: 4-11 Leikmenn ÍA komu sér í sóknarskóna í seinni hálfleik og þurftu að hefja hann vel til að halda sér í leiknum. Dusty tók þó skammbyssulotuna ásamt næstu tveimur og staðan þá orðin 4-14. ÍA náði að sigra þrjár lotur í sókninni en skaðinn virtist vera orðinn of mikill og Dusty tók sannfærandi sigur gegn liðinu sem fylgdi þeim á stigatöflunni fyrir umferð. Lokatölur: 7-16 ÍA mönnum tókst því ekki að stöðva sigurgöngu Dusty, sem situr enn ósigrað á toppi deildarinnar. ÍA gæti nú verið í mikilli hættu á að missa nokkur sæti þar sem fjögur önnur lið eru jöfn þeim á stigum og vilja eflaust ólm vinna sig upp töfluna. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty ÍA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf
Leikurinn fór fram á Ancient. Spilað var í CS2, breyttri útgáfu af CS:GO, en nú er leikurinn ögn bjartari og lítur öðruvísi út, svo spurning var um það hvernig lið myndu mæta til leiks. NOCCO Dusty hóf leikinn betur og tók fyrstu þrjár loturnar í sókn. Dusty-menn voru duglegir að brjóta niður varnir ÍA og komu sprengjunni niður aftur og aftur og ÍA hafði ekki mörg svör við því. ÍA sigraði eina lotu en Dusty hélt svo uppteknum hætti og tóku aðrar þrjár lotur, staðan þá 1-6. Sóknarþungi Dusty virtist of mikill framan af leik, en þeir voru fljótir að fella óvini til að finna glufur í vörn ÍA og planta sprengjunni snemma í lotunum. Eftir plöntun virtist uppskriftin þeirra vera að fella ÍA-menn í einvígum og planið virkaði vel. Í hálfleik höfðu ÍA-menn aðeins unnið fjórar lotur og höfðu stórt verk að vinna í seinni hálfleik. Staðan í hálfleik: 4-11 Leikmenn ÍA komu sér í sóknarskóna í seinni hálfleik og þurftu að hefja hann vel til að halda sér í leiknum. Dusty tók þó skammbyssulotuna ásamt næstu tveimur og staðan þá orðin 4-14. ÍA náði að sigra þrjár lotur í sókninni en skaðinn virtist vera orðinn of mikill og Dusty tók sannfærandi sigur gegn liðinu sem fylgdi þeim á stigatöflunni fyrir umferð. Lokatölur: 7-16 ÍA mönnum tókst því ekki að stöðva sigurgöngu Dusty, sem situr enn ósigrað á toppi deildarinnar. ÍA gæti nú verið í mikilli hættu á að missa nokkur sæti þar sem fjögur önnur lið eru jöfn þeim á stigum og vilja eflaust ólm vinna sig upp töfluna.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty ÍA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf