Dusty hafði betur í toppbaráttunni og sigurgangan heldur áfram Snorri Már Vagnsson skrifar 3. október 2023 22:15 NOCCO Dusty er enn með fullt hús stiga í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike eftir nokkuð öruggan sigur gegn ÍA í toppslag deildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram á Ancient. Spilað var í CS2, breyttri útgáfu af CS:GO, en nú er leikurinn ögn bjartari og lítur öðruvísi út, svo spurning var um það hvernig lið myndu mæta til leiks. NOCCO Dusty hóf leikinn betur og tók fyrstu þrjár loturnar í sókn. Dusty-menn voru duglegir að brjóta niður varnir ÍA og komu sprengjunni niður aftur og aftur og ÍA hafði ekki mörg svör við því. ÍA sigraði eina lotu en Dusty hélt svo uppteknum hætti og tóku aðrar þrjár lotur, staðan þá 1-6. Sóknarþungi Dusty virtist of mikill framan af leik, en þeir voru fljótir að fella óvini til að finna glufur í vörn ÍA og planta sprengjunni snemma í lotunum. Eftir plöntun virtist uppskriftin þeirra vera að fella ÍA-menn í einvígum og planið virkaði vel. Í hálfleik höfðu ÍA-menn aðeins unnið fjórar lotur og höfðu stórt verk að vinna í seinni hálfleik. Staðan í hálfleik: 4-11 Leikmenn ÍA komu sér í sóknarskóna í seinni hálfleik og þurftu að hefja hann vel til að halda sér í leiknum. Dusty tók þó skammbyssulotuna ásamt næstu tveimur og staðan þá orðin 4-14. ÍA náði að sigra þrjár lotur í sókninni en skaðinn virtist vera orðinn of mikill og Dusty tók sannfærandi sigur gegn liðinu sem fylgdi þeim á stigatöflunni fyrir umferð. Lokatölur: 7-16 ÍA mönnum tókst því ekki að stöðva sigurgöngu Dusty, sem situr enn ósigrað á toppi deildarinnar. ÍA gæti nú verið í mikilli hættu á að missa nokkur sæti þar sem fjögur önnur lið eru jöfn þeim á stigum og vilja eflaust ólm vinna sig upp töfluna. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty ÍA Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Leikurinn fór fram á Ancient. Spilað var í CS2, breyttri útgáfu af CS:GO, en nú er leikurinn ögn bjartari og lítur öðruvísi út, svo spurning var um það hvernig lið myndu mæta til leiks. NOCCO Dusty hóf leikinn betur og tók fyrstu þrjár loturnar í sókn. Dusty-menn voru duglegir að brjóta niður varnir ÍA og komu sprengjunni niður aftur og aftur og ÍA hafði ekki mörg svör við því. ÍA sigraði eina lotu en Dusty hélt svo uppteknum hætti og tóku aðrar þrjár lotur, staðan þá 1-6. Sóknarþungi Dusty virtist of mikill framan af leik, en þeir voru fljótir að fella óvini til að finna glufur í vörn ÍA og planta sprengjunni snemma í lotunum. Eftir plöntun virtist uppskriftin þeirra vera að fella ÍA-menn í einvígum og planið virkaði vel. Í hálfleik höfðu ÍA-menn aðeins unnið fjórar lotur og höfðu stórt verk að vinna í seinni hálfleik. Staðan í hálfleik: 4-11 Leikmenn ÍA komu sér í sóknarskóna í seinni hálfleik og þurftu að hefja hann vel til að halda sér í leiknum. Dusty tók þó skammbyssulotuna ásamt næstu tveimur og staðan þá orðin 4-14. ÍA náði að sigra þrjár lotur í sókninni en skaðinn virtist vera orðinn of mikill og Dusty tók sannfærandi sigur gegn liðinu sem fylgdi þeim á stigatöflunni fyrir umferð. Lokatölur: 7-16 ÍA mönnum tókst því ekki að stöðva sigurgöngu Dusty, sem situr enn ósigrað á toppi deildarinnar. ÍA gæti nú verið í mikilli hættu á að missa nokkur sæti þar sem fjögur önnur lið eru jöfn þeim á stigum og vilja eflaust ólm vinna sig upp töfluna.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty ÍA Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira