Viðskipti innlent

Kaup­máttur dróst saman í fyrsta skipti í ellefu ár

Árni Sæberg skrifar
Hagstofa Íslands reiknar út kaupmátt.
Hagstofa Íslands reiknar út kaupmátt. Vísir/Vilhelm

Kaupmáttur á mann dróst saman um 0,1 prósent árið 2022 og á öðrum ársfjórðungi þesssa árs dróst hann saman um 5,2 prósent.

Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að villa hafi verið gerð í útreikningum kaupmáttar ráðstöfunartekna sem birtir voru í gær. Þá var hann sagður hafa aukist um 2,4 prósent á árinu.

Rýrnun kaupmáttar á mann á árinu 2022 hafi áhrif á áætlun kaupmáttar ráðstöfunartekna á fyrri helmingi ársins 2023. Þannig sé áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann á öðrum ársfjórðungi 2023 hafi dregist saman um 5,2 prósent í stað 6,1 prósent í áður birtum tölum.

Í grafi á vef Hagstofunnar má sjá að kaupmáttur ráðstöfunartekna einstaklinga hefur ekki lækkað síðan árið 2012, þegar hann dróst saman um 0,3 prósent.

Verðbólga meiri en tekjuaukning

Í tilkynningu segir að að áætlað sé að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um 7,3 prósent á öðrum ársfjórðungi árið 2023 borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Áætlað sé að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið rúmlega 1,3 milljónum króna á ársfjórðungnum og hafi aukist um 3,8 prósent frá sama tímabili í fyrra.

Að teknu tilliti til verðlagsþróunar hafi kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hins vegar dregist saman um 5,2 prósent á tímabilinu en vísitala neysluverðs hækkað um 9,4 prósent á sama tímabili.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.