Innherji

Eig­andi Ver­ne Global í kröppum dansi og sölu­ferli gagna­vera dregst á langinn

Hörður Ægisson skrifar
Dominic Ward, forstjóri Verne Global, sem rekur meðal annars gagnaver á Ásbrú í Reykjanesbæ. Móðurfélag gagnaversins glímir núna við lausafjárerfiðleika vegna hækkandi vaxtastigs og mikilla skulda.
Dominic Ward, forstjóri Verne Global, sem rekur meðal annars gagnaver á Ásbrú í Reykjanesbæ. Móðurfélag gagnaversins glímir núna við lausafjárerfiðleika vegna hækkandi vaxtastigs og mikilla skulda. Vísir/Vilhelm

Hlutabréfaverð breska fjárfestingarfélagsins Digital 9 Infrastructure, sem rekur meðal annars Verne Global á Íslandi, hrundi um nærri 40 prósent þegar ljóst varð að það myndi ekki standa við áform um arðgreiðslu til hluthafa vegna lausafjárþurrðar og mikillar skuldsetningar og að söluferli á hlutum í gagnaverunum myndi tefjast. Nokkur óskuldbindandi tilboð hafa borist í Verne Global sem verðmeta gagnaver félagsins nálægt bókfærðu virði, eða samtals jafnvirði liðlega 90 milljarða króna. 


Tengdar fréttir

Ættum að mark­a stefn­u um upp­bygg­ing­u gagn­a­ver­a eins og hin Norð­ur­lönd­in

Hin Norðurlöndin hafa gert markvissar áætlanir um hvernig megi byggja upp gagnaversiðnað enda skapar hann vel launuð störf, auknar gjaldeyristekjur og er góð leið til að fjölga eggjum í körfunni þegar kemur að orkusölu. Ísland ætti að gera slíkt hið sama. Spár gera ráð fyrir að þörf fyrir reikniafl og gagnageymslu í heiminum muni margfaldast á næstu árum, segir formaður Samtaka gagnavera í viðtali við Innherja.

Yfir­tók gagna­verið af Ís­lands­banka fyrir nærri milljarð

Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu.

Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins

Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021.

Sjóður Stefnis hagnaðist um fimm milljarða við sölu á Verne Global

Framtakssjóður í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, bókfærði hjá sér yfir 5,4 milljarða hagnað þegar allt hlutafé Verne Global, sem rekur gagnaver í Reykjanesbæ, var selt um haustið í fyrra en sjóðurinn átti rúmlega 28 prósenta hlut í íslenska félaginu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×