Sjá fram á 550 milljóna króna hagnað á þriðja ársfjórðungi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 18:51 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play sér fram á að skila hagnaði sem nemur um 550 milljónum króna, eða því sem nemur fjórum milljónum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu félagsins. Þar segir að félagið áætli að handbært fé verði um 39 milljónir Bandaríkjadala, nærri 5,3 milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. Félagið segir fjárhagsstöðuna því sterka og að ekki þurfi aukið fé til rekstursins. Áætlað er að handbært fé verði í árslok um 28 milljónir dala eða því sem nemur 3,8 milljörðum króna. Sjóðsstreymi vegna reksturs félagsins er því í jafnvægi, að teknu tilliti til fjárfestinga við stækkun flota félagsins „Nú þegar við nálgumst enda sumarvertíðarinnar, horfum við stolt um öxl á frammistöðu PLAY yfir sumarmánuðina og björtum augum á framtíðina. Við sjáum nú sterka fjárhagslega niðurstöðu þar sem tekjurnar nærri tvöfölduðust frá fyrra ári og félagið skilar 12 milljóna bandaríkjadala hagnaði á sama tímabili. Það er viðsnúningur frá tapi upp á 15 milljónir bandaríkjadala frá því í fyrra,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play í tilkynningunni. Búast við að farþegarnir verði 1,5 milljón í ár Félagið segir í tilkynningu að búist sé við því að fluttir verði um 1,5 milljónir farþega árið 2023 og að rekstrartap á árinu verði um tíu milljónir Bandaríkjadala. Bendir félagið í því samhengi á að það hafi skilað rekstrartapi upp á 44 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2022. Því nemi viðsnúningur um 34 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 4,6 milljörðum íslenskra króna. Þá gerir félagið ráð fyrir tekjum í ár sem nema um 280 milljónu Bandaríkjadala, rúmlega 38 milljörðum íslenskra króna. Kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) er áætlaður um 3,7 sent fyrir allt árið 2023. Áætla að skila rekstrarhagnaði 2024 PLAY áætlar að flytja um 1,8 milljónir farþega á árinu 2024. Áætlaðar tekjur verða um 340 milljónir Bandaríkjadala, sem eru um 47 milljarðar íslenskra króna. Félagið áætlar að skila rekstrarhagnaði á árinu 2024. Þá mun kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) einungis hækka í takt við verðbólgu þrátt fyrir um 1% hækkun á kostnaði 2024 vegna breytinga á launakjörum flugfólks sem tilkynnt var um nýlega. PLAY hefur tryggt sér tvær farþegaþotur fyrir árið 2025 sem mun stækka flotann í 12 þotur af A320neo fjölskyldunni frá Airbus. Mat á frekari aukningu á sætisframboði stendur yfir. „Við gerum ráð fyrir að nánast tvöfalda tekjurnar í þriðja ársfjórðungi og að rekstrarafkoman verði nær tíu sinnum hærri en í fyrra, ásamt því að PLAY skili hagnaði í fyrsta sinn í ársfjórðungi,“ segir Birgir. „Sú staðreynd að við höfum náð að halda kostnaði lágum á sama tíma og tekjur á hvern floginn kílómetra aukast, samhliða nærri tvöföldun á sætisframboði, sýnir fram á hversu góðri fótfestu við höfum náð á lykilmörkuðum okkar og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir komandi tíma.“ Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Þar segir að félagið áætli að handbært fé verði um 39 milljónir Bandaríkjadala, nærri 5,3 milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. Félagið segir fjárhagsstöðuna því sterka og að ekki þurfi aukið fé til rekstursins. Áætlað er að handbært fé verði í árslok um 28 milljónir dala eða því sem nemur 3,8 milljörðum króna. Sjóðsstreymi vegna reksturs félagsins er því í jafnvægi, að teknu tilliti til fjárfestinga við stækkun flota félagsins „Nú þegar við nálgumst enda sumarvertíðarinnar, horfum við stolt um öxl á frammistöðu PLAY yfir sumarmánuðina og björtum augum á framtíðina. Við sjáum nú sterka fjárhagslega niðurstöðu þar sem tekjurnar nærri tvöfölduðust frá fyrra ári og félagið skilar 12 milljóna bandaríkjadala hagnaði á sama tímabili. Það er viðsnúningur frá tapi upp á 15 milljónir bandaríkjadala frá því í fyrra,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play í tilkynningunni. Búast við að farþegarnir verði 1,5 milljón í ár Félagið segir í tilkynningu að búist sé við því að fluttir verði um 1,5 milljónir farþega árið 2023 og að rekstrartap á árinu verði um tíu milljónir Bandaríkjadala. Bendir félagið í því samhengi á að það hafi skilað rekstrartapi upp á 44 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2022. Því nemi viðsnúningur um 34 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 4,6 milljörðum íslenskra króna. Þá gerir félagið ráð fyrir tekjum í ár sem nema um 280 milljónu Bandaríkjadala, rúmlega 38 milljörðum íslenskra króna. Kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) er áætlaður um 3,7 sent fyrir allt árið 2023. Áætla að skila rekstrarhagnaði 2024 PLAY áætlar að flytja um 1,8 milljónir farþega á árinu 2024. Áætlaðar tekjur verða um 340 milljónir Bandaríkjadala, sem eru um 47 milljarðar íslenskra króna. Félagið áætlar að skila rekstrarhagnaði á árinu 2024. Þá mun kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) einungis hækka í takt við verðbólgu þrátt fyrir um 1% hækkun á kostnaði 2024 vegna breytinga á launakjörum flugfólks sem tilkynnt var um nýlega. PLAY hefur tryggt sér tvær farþegaþotur fyrir árið 2025 sem mun stækka flotann í 12 þotur af A320neo fjölskyldunni frá Airbus. Mat á frekari aukningu á sætisframboði stendur yfir. „Við gerum ráð fyrir að nánast tvöfalda tekjurnar í þriðja ársfjórðungi og að rekstrarafkoman verði nær tíu sinnum hærri en í fyrra, ásamt því að PLAY skili hagnaði í fyrsta sinn í ársfjórðungi,“ segir Birgir. „Sú staðreynd að við höfum náð að halda kostnaði lágum á sama tíma og tekjur á hvern floginn kílómetra aukast, samhliða nærri tvöföldun á sætisframboði, sýnir fram á hversu góðri fótfestu við höfum náð á lykilmörkuðum okkar og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir komandi tíma.“
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26