Viðskipti innlent

Vivaldi fyrsti vafrinn fyrir Android Automotive OS

Samúel Karl Ólason skrifar
Vivaldi2

Vafrinn Vivaldi er nú í boði í Polestar 2 og er fyrst vafrinn sem fáanlegur er í Android-stýrikerfi fyrir bíla, Android Automotive OS. Um samstarf við sænska rafmagnsbílaframleiðandann Polestar er að ræða.

Í tilkynningu frá Vivaldi segir að forsvarsmenn Polestar hafi viljað bregðast við kröfum eigenda bíla um að fá fullhlaðinn vafra í bílinn svo hægt væri að skoða netið þar eins og á öðrum tækjum.

Frumkvöðullinn Jón von Tetzchner er forstjóri Vivaldi. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Osló en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í Boston í Bandaríkjunum.

„Við erum mjög stolt af því að kynna vafrann okkar fyrir bílum í fyrsta sinn og sérstaklega í samvinnu við bílategund eins og Polestar. Við deilum sömu sýn á tækni og sjálfbærni. Við metum gagnsæi, friðhelgi og ábyrga nýsköpun – Hér má líka nefna þá staðreynd að við erum með netþjónana okkar á Íslandi, sem er einmitt eitt af nýjustu markaðssvæðum Polestar. Við setjum markið hátt í samkeppninni á vaframarkaði og tökum Skandinavíska nálgun á hönnun, en hún byggir á trausti og því að hlusta á notendur okkar,” segir Jón Stephenson

Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar segir Vivaldi kærkomna jólagjöf til notenda.

„Nú eru í raun engin takmörk á því efni sem þú getur nálgast á netinu í Polestar 2. Nú getur þú notað Vivaldi til að streyma uppáhalds efninu þínu, fréttum og vefforritum beint úr bílnum.“

Þessi útgáfa Vivaldi er með öllum sömu eiginleikum og í öðrum tækjum. Má þar nefna flipavafra, innbyggða auglýsinga- og rekjaravörn, þýðingum, minnismiðum og samstillingu með dulkóðun.

Í áðurnefndri tilkynningu segir að vegna öryggis sé einungis hægt að nota vafrann þegar bíllinn sé í kyrrstöðu. Þá haldi streymi á efni bara áfram með hljóði þegar akstur hefst.


Tengdar fréttir

Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa

Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×