Viðskipti innlent

Verðbólgan mælist átta prósent

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Verð á fötum og skóm hækkaði um 3,7 prósent.
Verð á fötum og skóm hækkaði um 3,7 prósent.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september 2023 er 599,9 stig og hækkar um 0,35 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,18 prósent.

Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar.

Þar segir að vísitala neysluverðs hafi hækkað um átta prósent á síðustu tólf mánuðum og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,7 prósent.

„Verð á fötum og skóm hækkaði um 3,7% (áhrif á vísitöluna 0,14%). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9% (0,16%). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 10,6% (-0,22%),“ segir á vef Hagstofunnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×