Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2023 11:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag beindi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurningum sínum að Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Ræddi hann um úrskurð Úrskurðarnefndar samkeppnismála sem segir verktakasamning sem matvælaráðuneytið gerði við Samkeppniseftirlitið ekki samræmast hlutverki eftirlitsins. Samkeppniseftirlitið hafði lagt dagsektir á sjávarútvegsfyrirtækið Brim eftir að fyrirtækið neitaði að afhenda eftirlitinu upplýsingar sem það hafði óskað eftir í samræmi við samning sinn við ráðuneytið. Sakaði Sigmundur matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur haldið því fram að hann hafi átti frumkvæði að þessari athugun, þessari ólögmætu ráðstöfun. Hins vegar kemur skýrt fram í gögnum málsins, eins og birtist fyrst í morgunblaðinu, að frumkvæðið hafi komið frá ráðherranum. Frá Matvælaráðuneytinu. Því spyr ég einfaldlega hæstvirtan matvælaráðherra, hvað er satt í þessu?“ spurði Sigmundur. Svandís segir samninginn hafa komið til vegna fjárskorts stofnunarinnar og benti á að ráðuneyit hafi leyfi til að gera samninga á grundvelli laga um opinber fjármál. Hún hafi viljað flýta fyrir úttekt sem þegar hafði verið skipulögð. „Af því að hæstvirtur þingmaður talar um lærdóm þá liggur fyrir að það er mikilvægt að það verði ráðist í úttekt sem þessa og það er skýrt að Samkeppniseftirlitið ætlar að gera það eftir sem áður. Krafa um aukið gagnsæi í sjávarútvegi er hávær meðal almennings og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að auka gagnsæi og þar með að skapa aukin og bætt skilyrði fyrir traust milli sjávarútvegs og samfélagsins,“ segir Svandís. Samkeppnismál Sjávarútvegur Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brim Stjórnsýsla Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag beindi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurningum sínum að Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Ræddi hann um úrskurð Úrskurðarnefndar samkeppnismála sem segir verktakasamning sem matvælaráðuneytið gerði við Samkeppniseftirlitið ekki samræmast hlutverki eftirlitsins. Samkeppniseftirlitið hafði lagt dagsektir á sjávarútvegsfyrirtækið Brim eftir að fyrirtækið neitaði að afhenda eftirlitinu upplýsingar sem það hafði óskað eftir í samræmi við samning sinn við ráðuneytið. Sakaði Sigmundur matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur haldið því fram að hann hafi átti frumkvæði að þessari athugun, þessari ólögmætu ráðstöfun. Hins vegar kemur skýrt fram í gögnum málsins, eins og birtist fyrst í morgunblaðinu, að frumkvæðið hafi komið frá ráðherranum. Frá Matvælaráðuneytinu. Því spyr ég einfaldlega hæstvirtan matvælaráðherra, hvað er satt í þessu?“ spurði Sigmundur. Svandís segir samninginn hafa komið til vegna fjárskorts stofnunarinnar og benti á að ráðuneyit hafi leyfi til að gera samninga á grundvelli laga um opinber fjármál. Hún hafi viljað flýta fyrir úttekt sem þegar hafði verið skipulögð. „Af því að hæstvirtur þingmaður talar um lærdóm þá liggur fyrir að það er mikilvægt að það verði ráðist í úttekt sem þessa og það er skýrt að Samkeppniseftirlitið ætlar að gera það eftir sem áður. Krafa um aukið gagnsæi í sjávarútvegi er hávær meðal almennings og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að auka gagnsæi og þar með að skapa aukin og bætt skilyrði fyrir traust milli sjávarútvegs og samfélagsins,“ segir Svandís.
Samkeppnismál Sjávarútvegur Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brim Stjórnsýsla Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira