Körfubolti

Ný­liðar Snæ­fells sækja liðs­styrk til Sví­þjóðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mammusu Secka er komin til Íslands á nýjan leik.
Mammusu Secka er komin til Íslands á nýjan leik. Körfuknattleiksdeild Snæfells

Hin sænska Mammusu Secka mun leika með Snæfelli í Subway deild kvenna í körfubolta á komandi leiktíð. Snæfell er nýliði í deildinni.

Um er að ræða 32 ára gamlan miðherja sem er 1.85 metri á hæð. Hún spilaði síðast með ítalska liðinu Civitanova.

Hin 32 ára gamla Secka þekkir ágætlega til hér á landi eftir að hafa spilað með Skallagrím framan af tímabilinu 2021 til 2022. Hún lék þó ekki marga leika þar sem Skallagrímur dró lið sitt út keppni ekki löngu eftir að tímabilið hófst.

Snæfell mætir Haukum í Ólafssal í 1. umferð Subway deildarinnar þann 26. september næstkomandi. Líkt og undanfarin ár verða báðar Subwayd-deildirnar í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×