Um er að ræða 32 ára gamlan miðherja sem er 1.85 metri á hæð. Hún spilaði síðast með ítalska liðinu Civitanova.
Hin 32 ára gamla Secka þekkir ágætlega til hér á landi eftir að hafa spilað með Skallagrím framan af tímabilinu 2021 til 2022. Hún lék þó ekki marga leika þar sem Skallagrímur dró lið sitt út keppni ekki löngu eftir að tímabilið hófst.
Snæfell mætir Haukum í Ólafssal í 1. umferð Subway deildarinnar þann 26. september næstkomandi. Líkt og undanfarin ár verða báðar Subwayd-deildirnar í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.