Innherji

SKE kall­ar eft­ir að vinn­a OECD verð­i nýtt bet­ur til að efla hús­næð­is­mark­að

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Samkeppniseftirlitið telur jákvætt að í hvítbókinni sé vísað til tillagna OECD í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun á byggingareglugerð. „Æskilegt væri hins vegar að fjallað sé nánar um það hvernig framangreind skýrsla OECD og niðurstöður hennar eru nýttar við mótun húsnæðisstefnu.“ Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið telur jákvætt að í hvítbókinni sé vísað til tillagna OECD í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun á byggingareglugerð. „Æskilegt væri hins vegar að fjallað sé nánar um það hvernig framangreind skýrsla OECD og niðurstöður hennar eru nýttar við mótun húsnæðisstefnu.“ Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Samkeppniseftirlitið (SKE) segir að æskilegt að í hvítbók um húsnæðismál væri fjallað nánar um hvernig nýta eigi tillögur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) frá árinu 2020 til úrbóta á lögum og reglum í byggingariðnaði við mótun húsnæðisstefnu.


Tengdar fréttir

Ó­hjá­kvæm­i­legt að fast­eign­a­verð hækk­i töl­u­vert í ljós­i við­var­and­i skorts

Það er óhjákvæmilegt að fasteignaverð muni hækka töluvert á næstu árum í ljósi viðvarandi skorts á íbúðum. Markmið stjórnvalda fyrir ári um að byggja 35 þúsund íbúðir á tíu árum mun ekki nást. Framboð á nýjum íbúðum verður því langt undir þörf. „Stjórnvöld gera byggingarverktökum æ erfiðara fyrir,“ segir framkvæmdastjóri Jáverks og nefnir að lægra endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði – sem hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti – muni leiða til 400-500 milljónir króna í aukna skattbyrði á næstu þremur árum fyrir verktakafyrirtækið.

Stjórn­völd auki hús­næð­is­vand­ann með breytt­u skatt­kerf­i

Stjórnvöld munu auka á húsnæðisvanda landsmanna með því að lækka endurgreiðsluhlutall vegna vinnu iðnaðarmanna um tæplega helming, að mati Samtaka iðnaðarins. Aðgerðin muni leiða til meiri kostnaðar við byggingu íbúða sem dragi úr framboði. „Samdráttur í framboði mun óhjákvæmilega hafa áhrif á íbúðaverð til hækkunar. Það eru þau áhrif sem við þessar aðstæður munu koma fram í aukinni verðbólgu og hærri vöxtum,“ segja samtökin.

HMS spá­ir 1.200 færr­i nýj­um full­bún­um í­búð­um en í okt­ó­ber

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) spáir því að ríflega 1.200 færri nýjar fullbúnar íbúðir komi á markað á árunum 2023-2025 samanborið við spá sem stofnunin birti með Samtökum iðnaðarins (SI) í október á síðastliðnu ári. Framboð á nýjum íbúðum á næstu árum er langt undir þörf. Kostnaður við byggingu íbúða hefur aukist til muna að undanförnu, segir í greiningu frá SI.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.