Stefna á að framleiða 32 þúsund tonn af laxi eftir nokkur ár Jón Þór Stefánsson skrifar 14. september 2023 12:37 „Í Vestmannaeyjum er til staðar gríðarleg þekking á matvælaframleiðslu og útflutningi sjávarfangs. Innviðir eru sterkir, samfélagið samheldið og mannauðurinn afar öflugur." segir í tilkynningu frá Laxey. Vísir/Vilhelm Landeldisfyrirtækið Laxey, sem áður hét Icelandic Land Farmed Salmon, í Vestmannaeyjum hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 6 milljarða króna til íslenskra fjárfesta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Laxey hefur hafið uppbyggingu á fiskeldisstöð í Vestmannaeyjum, annars vegar seiðaeldisstöð í Friðarhöfn og hins vegar áframeldisstöð í Viðlagafjöru. Fyrirtækið segist gera ráð fyrir því að áframeldisstöðin muni framleiða um 32 þúsund tonn af laxi árið 2031. Til samanburðar er bent á að nú séu framleidd á Íslandi um tvö þúsund tonn af landeldislaxi. Í tilkynningunni segir að áframeldisstöðin verði byggð í sex áföngum. Stefnt sé að því að fyrsti áfanginn verði tilbúinn um mitt ár 2024 og að fyrsta slátrun fari fram síðla árs 2025. Fyrsti áfanginn verði einn og sér rekstrarlega sjálfbær en hver viðbótaráfangi muni síðan auka hagkvæmni framleiðslunnar, með lægri fjárfestingarútgjöldum og rekstrarkostnaði á hvert framleitt kíló af laxi. Laxey heldur því fram að skilyrði til laxeldis á landi í Vestmannaeyjum séu afar góð og aðstæðurnar hagstæðar. „Í Vestmannaeyjum er til staðar gríðarleg þekking á matvælaframleiðslu og útflutningi sjávarfangs. Innviðir eru sterkir, samfélagið samheldið og mannauðurinn afar öflugur. Mikil áhersla hefur verið lögð á að vanda allan undirbúning og ítarlegt mat hefur verið unnið á umhverfisáhrifum verkefnisins. Matið hefur verið kynnt ítarlega fyrir hlutaðeigandi aðilum í Vestmannaeyjum og hlotið góðar viðtökur. Sveitarfélagið hefur sýnt verkefninu mikinn stuðning enda um mikilvæga atvinnuuppbyggingu að ræða. Þannig munu yfir 100 manns starfa hjá fyrirtækinu þegar það hefur náð fullri framleiðslugetu, auk fjölda afleiddra starfa allan ársins hring,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. Þá er bent á að eftirspurn eftir eldislaxi í heiminum hafi farið vaxandi. Laxey segist ætla að byggja framleiðslu sína á grænum gildum þar sem notist verði við endurnýjanlega orku og að úrgangur verði unninn til áburðarframleiðslu. Þá segist fyrirtækið ætla að leggja áherslu á að laxinn verði fluttur sjóleiðina á markað til að minnka kolefnisspor. Fréttin hefur verið uppfærð. Landeldi Vestmannaeyjar Fiskeldi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Laxey hefur hafið uppbyggingu á fiskeldisstöð í Vestmannaeyjum, annars vegar seiðaeldisstöð í Friðarhöfn og hins vegar áframeldisstöð í Viðlagafjöru. Fyrirtækið segist gera ráð fyrir því að áframeldisstöðin muni framleiða um 32 þúsund tonn af laxi árið 2031. Til samanburðar er bent á að nú séu framleidd á Íslandi um tvö þúsund tonn af landeldislaxi. Í tilkynningunni segir að áframeldisstöðin verði byggð í sex áföngum. Stefnt sé að því að fyrsti áfanginn verði tilbúinn um mitt ár 2024 og að fyrsta slátrun fari fram síðla árs 2025. Fyrsti áfanginn verði einn og sér rekstrarlega sjálfbær en hver viðbótaráfangi muni síðan auka hagkvæmni framleiðslunnar, með lægri fjárfestingarútgjöldum og rekstrarkostnaði á hvert framleitt kíló af laxi. Laxey heldur því fram að skilyrði til laxeldis á landi í Vestmannaeyjum séu afar góð og aðstæðurnar hagstæðar. „Í Vestmannaeyjum er til staðar gríðarleg þekking á matvælaframleiðslu og útflutningi sjávarfangs. Innviðir eru sterkir, samfélagið samheldið og mannauðurinn afar öflugur. Mikil áhersla hefur verið lögð á að vanda allan undirbúning og ítarlegt mat hefur verið unnið á umhverfisáhrifum verkefnisins. Matið hefur verið kynnt ítarlega fyrir hlutaðeigandi aðilum í Vestmannaeyjum og hlotið góðar viðtökur. Sveitarfélagið hefur sýnt verkefninu mikinn stuðning enda um mikilvæga atvinnuuppbyggingu að ræða. Þannig munu yfir 100 manns starfa hjá fyrirtækinu þegar það hefur náð fullri framleiðslugetu, auk fjölda afleiddra starfa allan ársins hring,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. Þá er bent á að eftirspurn eftir eldislaxi í heiminum hafi farið vaxandi. Laxey segist ætla að byggja framleiðslu sína á grænum gildum þar sem notist verði við endurnýjanlega orku og að úrgangur verði unninn til áburðarframleiðslu. Þá segist fyrirtækið ætla að leggja áherslu á að laxinn verði fluttur sjóleiðina á markað til að minnka kolefnisspor. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landeldi Vestmannaeyjar Fiskeldi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira