Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri sölu og þjónustu hjá Verði

Atli Ísleifsson skrifar
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir. Vörður

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá tryggingafélaginu Verði. Hún kemur til félagsins frá Samskipum. 

Í tilkynningu segir að hún hefji störf 1. janúar næstkomandi og muni taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

„Þórunn kemur til Varðar frá Samskipum þar sem hún hefur sinnt starfi forstöðumanns markaðs- og samskiptasviðs frá árinu 2019. Þar bar hún ábyrgð á þróun á stafrænni þjónustu, upplifun viðskiptavina, sjálfbærni, innri og ytri markaðsmálum og samskiptum. 

Áður starfaði Þórunn sem framkvæmdastjóri íþróttasviðs hjá Altis (Under Armour á Íslandi) og sem vörumerkjastjóri hjá Icepharma (Nike á Íslandi). Þórunn Inga er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×