Neytendur

Á­fengis- og tóbaks­gjöld hækka

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Áfengis-og tóbaksgjöld hækka.
Áfengis-og tóbaksgjöld hækka. Vísir/Vilhelm

Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 

Eins og fram hefur komið kynnti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra fjárlagafrumvarpið í morgun. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu.

Áætlaðar tekjur af áfengisgjaldi eru 26,6 milljarðar króna á árinu 2024. Ekki er gert ráð fyrir kerfisbreytingum eða verulegum magnbreytingum og því eru tekjur í samræmi við áætlun ársins 2023 auk verðlagsbreytinga.

Áfengisverslun ríkisins gerir ráð fyrir að hagnaður ársins 2024 verði um 300 milljónir króna, sem er 165 milljónum króna lægri en áætlaður hagnaður 2023 samkvæmt fjárlögum.

Á síðasta ári var áfengis-og tóbaksgjald hækkað til tollfrjálsra verslana. Dregið var úr afslætti til verslananna þannig að áfengisgjald fór úr 10 prósent í 25 prósent og tóbaksgjald úr 40 í 50 prósent af því sem almennt gildir.

Þá var gjaldið hækkað um 2,5 prósent miðað við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2022. Þá var gert ráð fyrir að ríkissjóður myndi fá hærri tekjur af áfengis- og tóbaksgjaldi í ár en af fjármagnstekjuskatti.


Tengdar fréttir

Hækka gjald á á­fengi og tóbak

Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×