Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2023 19:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við vixlverkun launahækkanna og verðlags. Kristján Þórður Snæbjarnason bendir hins vegar á að hækkun stýrivaxta geti ýtt undir verðbólgu. Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um núll komma fimm prósentur í morgun, í níu komma tuttugu og fimm prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir peningamálastefnu bankans undanfarin ár hafa að einhverju leyti borið árangur. Hins vegar þurfi að ná niður þrálátri verðbólgu og þar þurfi fyrirtæki að sýna ábyrgð. Þensla nú sé að einhverju leyti drifin áfram af ferðaþjónustu. „Við myndum gjarnan vilja sjá hækkandi gengi krónunnar koma fram í lægra vöruverði. Fyrirtækin voru fljót að hækka vöruverð þegar krónan seig en þau hafa ekki verið eins fljót til nú þegar krónan hefur styrkst,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að hið opinbera hafi líka ýtt undir verðbólguna sem mælist nú sjö komma sex prósent. „Við vildum gjarnan að hið opinbera myndi halda aftur að sér og líka í útgjöldum sínum,“ segir hann. Hann hvetur fólk sem er að sligast undan hárri greiðslubyrði lána vegna stýrivaxtahækkanna að endursemja við bankanna. „Ég myndi ráðleggja fólki það að tala við bankann sinn og fara yfir málin,“ segir hann. Ásgeir hefur undanfarin misseri beint því til aðila vinnumarkaðarins að halda aftur að launahækkunum svo víxlverkun launa og verðhækkana fari ekki af stað. „Við erum öll í saman í liði. Það er ekki hægt að fá aukinn kaupmátt í kjarasamningum nema með lágri verðbólgu,“ segir hann. Bændasamtökin fordæmdu ákvörðun Seðlabankans í dag og bentu á hækkanirnar undanfarið hafi aukið árlegan kostnað í landbúnaði um milljarða króna. Sérfræðingur hjá Eflingu sagði vegferð bankans draga niður kjör þeirra sem séu með húsnæðisskuldir og formenn verkalýðsfélaga lýstu yfir miklum vonbrigðum. Víxverkun hárra vaxta og verðbólgu væri miklu fremur vandi en launahækkanir í komandi kjarasamningum. „Við erum að sjá verðhækkanir á innlendum vörum sem eru komnar til vegna aukinna vaxta hjá skuldsettum fyrirtækjum. Vextirnir eru því að ýta undir verðbólguna. Við höfum líka séð að hækkun stýrivaxta er að skila sér í hækkun neysluverðs,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnason formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Seðlabankinn Vinnumarkaður Verðlag Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um núll komma fimm prósentur í morgun, í níu komma tuttugu og fimm prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir peningamálastefnu bankans undanfarin ár hafa að einhverju leyti borið árangur. Hins vegar þurfi að ná niður þrálátri verðbólgu og þar þurfi fyrirtæki að sýna ábyrgð. Þensla nú sé að einhverju leyti drifin áfram af ferðaþjónustu. „Við myndum gjarnan vilja sjá hækkandi gengi krónunnar koma fram í lægra vöruverði. Fyrirtækin voru fljót að hækka vöruverð þegar krónan seig en þau hafa ekki verið eins fljót til nú þegar krónan hefur styrkst,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að hið opinbera hafi líka ýtt undir verðbólguna sem mælist nú sjö komma sex prósent. „Við vildum gjarnan að hið opinbera myndi halda aftur að sér og líka í útgjöldum sínum,“ segir hann. Hann hvetur fólk sem er að sligast undan hárri greiðslubyrði lána vegna stýrivaxtahækkanna að endursemja við bankanna. „Ég myndi ráðleggja fólki það að tala við bankann sinn og fara yfir málin,“ segir hann. Ásgeir hefur undanfarin misseri beint því til aðila vinnumarkaðarins að halda aftur að launahækkunum svo víxlverkun launa og verðhækkana fari ekki af stað. „Við erum öll í saman í liði. Það er ekki hægt að fá aukinn kaupmátt í kjarasamningum nema með lágri verðbólgu,“ segir hann. Bændasamtökin fordæmdu ákvörðun Seðlabankans í dag og bentu á hækkanirnar undanfarið hafi aukið árlegan kostnað í landbúnaði um milljarða króna. Sérfræðingur hjá Eflingu sagði vegferð bankans draga niður kjör þeirra sem séu með húsnæðisskuldir og formenn verkalýðsfélaga lýstu yfir miklum vonbrigðum. Víxverkun hárra vaxta og verðbólgu væri miklu fremur vandi en launahækkanir í komandi kjarasamningum. „Við erum að sjá verðhækkanir á innlendum vörum sem eru komnar til vegna aukinna vaxta hjá skuldsettum fyrirtækjum. Vextirnir eru því að ýta undir verðbólguna. Við höfum líka séð að hækkun stýrivaxta er að skila sér í hækkun neysluverðs,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnason formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Verðlag Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira