Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2023 19:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við vixlverkun launahækkanna og verðlags. Kristján Þórður Snæbjarnason bendir hins vegar á að hækkun stýrivaxta geti ýtt undir verðbólgu. Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um núll komma fimm prósentur í morgun, í níu komma tuttugu og fimm prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir peningamálastefnu bankans undanfarin ár hafa að einhverju leyti borið árangur. Hins vegar þurfi að ná niður þrálátri verðbólgu og þar þurfi fyrirtæki að sýna ábyrgð. Þensla nú sé að einhverju leyti drifin áfram af ferðaþjónustu. „Við myndum gjarnan vilja sjá hækkandi gengi krónunnar koma fram í lægra vöruverði. Fyrirtækin voru fljót að hækka vöruverð þegar krónan seig en þau hafa ekki verið eins fljót til nú þegar krónan hefur styrkst,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að hið opinbera hafi líka ýtt undir verðbólguna sem mælist nú sjö komma sex prósent. „Við vildum gjarnan að hið opinbera myndi halda aftur að sér og líka í útgjöldum sínum,“ segir hann. Hann hvetur fólk sem er að sligast undan hárri greiðslubyrði lána vegna stýrivaxtahækkanna að endursemja við bankanna. „Ég myndi ráðleggja fólki það að tala við bankann sinn og fara yfir málin,“ segir hann. Ásgeir hefur undanfarin misseri beint því til aðila vinnumarkaðarins að halda aftur að launahækkunum svo víxlverkun launa og verðhækkana fari ekki af stað. „Við erum öll í saman í liði. Það er ekki hægt að fá aukinn kaupmátt í kjarasamningum nema með lágri verðbólgu,“ segir hann. Bændasamtökin fordæmdu ákvörðun Seðlabankans í dag og bentu á hækkanirnar undanfarið hafi aukið árlegan kostnað í landbúnaði um milljarða króna. Sérfræðingur hjá Eflingu sagði vegferð bankans draga niður kjör þeirra sem séu með húsnæðisskuldir og formenn verkalýðsfélaga lýstu yfir miklum vonbrigðum. Víxverkun hárra vaxta og verðbólgu væri miklu fremur vandi en launahækkanir í komandi kjarasamningum. „Við erum að sjá verðhækkanir á innlendum vörum sem eru komnar til vegna aukinna vaxta hjá skuldsettum fyrirtækjum. Vextirnir eru því að ýta undir verðbólguna. Við höfum líka séð að hækkun stýrivaxta er að skila sér í hækkun neysluverðs,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnason formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Seðlabankinn Vinnumarkaður Verðlag Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um núll komma fimm prósentur í morgun, í níu komma tuttugu og fimm prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir peningamálastefnu bankans undanfarin ár hafa að einhverju leyti borið árangur. Hins vegar þurfi að ná niður þrálátri verðbólgu og þar þurfi fyrirtæki að sýna ábyrgð. Þensla nú sé að einhverju leyti drifin áfram af ferðaþjónustu. „Við myndum gjarnan vilja sjá hækkandi gengi krónunnar koma fram í lægra vöruverði. Fyrirtækin voru fljót að hækka vöruverð þegar krónan seig en þau hafa ekki verið eins fljót til nú þegar krónan hefur styrkst,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að hið opinbera hafi líka ýtt undir verðbólguna sem mælist nú sjö komma sex prósent. „Við vildum gjarnan að hið opinbera myndi halda aftur að sér og líka í útgjöldum sínum,“ segir hann. Hann hvetur fólk sem er að sligast undan hárri greiðslubyrði lána vegna stýrivaxtahækkanna að endursemja við bankanna. „Ég myndi ráðleggja fólki það að tala við bankann sinn og fara yfir málin,“ segir hann. Ásgeir hefur undanfarin misseri beint því til aðila vinnumarkaðarins að halda aftur að launahækkunum svo víxlverkun launa og verðhækkana fari ekki af stað. „Við erum öll í saman í liði. Það er ekki hægt að fá aukinn kaupmátt í kjarasamningum nema með lágri verðbólgu,“ segir hann. Bændasamtökin fordæmdu ákvörðun Seðlabankans í dag og bentu á hækkanirnar undanfarið hafi aukið árlegan kostnað í landbúnaði um milljarða króna. Sérfræðingur hjá Eflingu sagði vegferð bankans draga niður kjör þeirra sem séu með húsnæðisskuldir og formenn verkalýðsfélaga lýstu yfir miklum vonbrigðum. Víxverkun hárra vaxta og verðbólgu væri miklu fremur vandi en launahækkanir í komandi kjarasamningum. „Við erum að sjá verðhækkanir á innlendum vörum sem eru komnar til vegna aukinna vaxta hjá skuldsettum fyrirtækjum. Vextirnir eru því að ýta undir verðbólguna. Við höfum líka séð að hækkun stýrivaxta er að skila sér í hækkun neysluverðs,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnason formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Verðlag Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Sjá meira