Viðskipti innlent

Morgun­blaðið hækkað um rúmar þúsund krónur á einu ári

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum. Egill Aðalsteinsson

Full áskrift að Morgunblaðinu kostar nú 9.490 krónur á mánuði en kostaði 8.880 krónur í júlí. Þetta er hækkun um 610 krónur, eða tæplega 7 prósent.

Fyrir ári síðan kostaði full áskrift að Morgunblaðinu 8.383 krónur. Árshækkunin er því 1.107 krónur eða rúmlega 13 prósent. Hafa ber í huga að almennar verðlagshækkanir eru 7,6 prósent á sama tímabili, og því hækkunin nærri tvöföld miðað við það.

Full áskrift er ekki það eina sem hefur hækkað frá því í júlí. Helgaráskriftin hefur hækkað um 400 krónur, úr 5.550 krónum í 5.950. Netáskriftin hækkaði um 560 krónur, úr 7.730 krónum í 8.290. Þá hækkaði vikupassinn um 205 krónur, úr 2.185 krónum í 2.390.

Eina áskriftarleiðin sem stóð óhögguð var net og helgarleiðin, það er vefáskrift alla daga en föstudags og helgarblöðin á pappír. Verðið var og er 8.642 krónur.


Tengdar fréttir

Allt sem þú þarft að vita um dag­skrána á Menningar­nótt

Menningarnótt Reykjavíkurborgar er haldin hátíðleg laugardaginn 19. ágúst. Miðborgin breytist þá í iðandi vettvang menningar og lista og dagskráin er stútfull af viðburðum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×