Godo, Booking Factory, Reserva og Caren renna í eitt Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2023 11:22 Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður og meðstofnandi Godo. Aðsend - Vísir Hugbúnaðarfyrirtækið Godo hefur tekið yfir rekstur ferðalausnanna Booking Factory, Reserva og Caren sem voru áður í eigu Origo. Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður Godo, segir í samtali við fréttastofu að Origo komi inn sem nýr hluthafi í fyrirtækinu sem hluti af viðskiptunum og fái mann í stjórn. Fyrirtækin hafi verið í samkeppni fram að þessu en sjái fram á að þau séu sterkari sameinuð en í sitthvoru lagi. Stjórnendur þeirra telja að sameiningin sé ekki tilkynningaskyld til Samkeppniseftirlitsins og sé því ekki háð samþykki stofnunarinnar. Sverrir segir að Origo sé ekki með ráðandi hlut í Godo og fái einn stjórnarmann af fimm. Hann vildi ekki fara nánar í útfærslu kaupanna. Fram kemur í tilkynningu frá Godo að fyrirtækið hafi starfað á sviði ferðatækni frá árinu 2013 og sé með kjarnastarfsemi í þremur löndum. Að sögn stjórnenda verður við sameininguna til eitt öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki landsins á sviði ferðatækni en Godo er einnig með skrifstofur í Danmörku og Svíþjóð. Með tæplega fjörutíu starfsmenn á Íslandi Booking Factory og Reserva sérhæfa sig í þróun hugbúnaðarlausna fyrir hótel líkt og Godo en Caren þjónustar bílaleigur. Að sögn Godo munu þær þjónustur haldast óbreyttar en starfa framvegis undir merkjum Flekaskila ehf., rekstarfélags Godo. Starfsfólk þeirra mun flytjast í skrifstofuhúsnæði Godo við Höfðabakka í Reykjavík í september og munu tæplega 40 manns starfa hjá sameinuðu fyrirtæki á Íslandi. „Það er okkur sönn ánægja að bjóða Booking Factory, Reserva og Caren velkomin til okkar. Með þessari sameiningu erum við enn betur í stakk búin til þess að auka við vöruframboðið í þágu ferðaþjónustunnar og styrkja þjónustu til viðskiptavina,“ er haft eftir Sverri í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kaup og sala fyrirtækja Origo Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður Godo, segir í samtali við fréttastofu að Origo komi inn sem nýr hluthafi í fyrirtækinu sem hluti af viðskiptunum og fái mann í stjórn. Fyrirtækin hafi verið í samkeppni fram að þessu en sjái fram á að þau séu sterkari sameinuð en í sitthvoru lagi. Stjórnendur þeirra telja að sameiningin sé ekki tilkynningaskyld til Samkeppniseftirlitsins og sé því ekki háð samþykki stofnunarinnar. Sverrir segir að Origo sé ekki með ráðandi hlut í Godo og fái einn stjórnarmann af fimm. Hann vildi ekki fara nánar í útfærslu kaupanna. Fram kemur í tilkynningu frá Godo að fyrirtækið hafi starfað á sviði ferðatækni frá árinu 2013 og sé með kjarnastarfsemi í þremur löndum. Að sögn stjórnenda verður við sameininguna til eitt öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki landsins á sviði ferðatækni en Godo er einnig með skrifstofur í Danmörku og Svíþjóð. Með tæplega fjörutíu starfsmenn á Íslandi Booking Factory og Reserva sérhæfa sig í þróun hugbúnaðarlausna fyrir hótel líkt og Godo en Caren þjónustar bílaleigur. Að sögn Godo munu þær þjónustur haldast óbreyttar en starfa framvegis undir merkjum Flekaskila ehf., rekstarfélags Godo. Starfsfólk þeirra mun flytjast í skrifstofuhúsnæði Godo við Höfðabakka í Reykjavík í september og munu tæplega 40 manns starfa hjá sameinuðu fyrirtæki á Íslandi. „Það er okkur sönn ánægja að bjóða Booking Factory, Reserva og Caren velkomin til okkar. Með þessari sameiningu erum við enn betur í stakk búin til þess að auka við vöruframboðið í þágu ferðaþjónustunnar og styrkja þjónustu til viðskiptavina,“ er haft eftir Sverri í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kaup og sala fyrirtækja Origo Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira