Godo, Booking Factory, Reserva og Caren renna í eitt Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2023 11:22 Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður og meðstofnandi Godo. Aðsend - Vísir Hugbúnaðarfyrirtækið Godo hefur tekið yfir rekstur ferðalausnanna Booking Factory, Reserva og Caren sem voru áður í eigu Origo. Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður Godo, segir í samtali við fréttastofu að Origo komi inn sem nýr hluthafi í fyrirtækinu sem hluti af viðskiptunum og fái mann í stjórn. Fyrirtækin hafi verið í samkeppni fram að þessu en sjái fram á að þau séu sterkari sameinuð en í sitthvoru lagi. Stjórnendur þeirra telja að sameiningin sé ekki tilkynningaskyld til Samkeppniseftirlitsins og sé því ekki háð samþykki stofnunarinnar. Sverrir segir að Origo sé ekki með ráðandi hlut í Godo og fái einn stjórnarmann af fimm. Hann vildi ekki fara nánar í útfærslu kaupanna. Fram kemur í tilkynningu frá Godo að fyrirtækið hafi starfað á sviði ferðatækni frá árinu 2013 og sé með kjarnastarfsemi í þremur löndum. Að sögn stjórnenda verður við sameininguna til eitt öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki landsins á sviði ferðatækni en Godo er einnig með skrifstofur í Danmörku og Svíþjóð. Með tæplega fjörutíu starfsmenn á Íslandi Booking Factory og Reserva sérhæfa sig í þróun hugbúnaðarlausna fyrir hótel líkt og Godo en Caren þjónustar bílaleigur. Að sögn Godo munu þær þjónustur haldast óbreyttar en starfa framvegis undir merkjum Flekaskila ehf., rekstarfélags Godo. Starfsfólk þeirra mun flytjast í skrifstofuhúsnæði Godo við Höfðabakka í Reykjavík í september og munu tæplega 40 manns starfa hjá sameinuðu fyrirtæki á Íslandi. „Það er okkur sönn ánægja að bjóða Booking Factory, Reserva og Caren velkomin til okkar. Með þessari sameiningu erum við enn betur í stakk búin til þess að auka við vöruframboðið í þágu ferðaþjónustunnar og styrkja þjónustu til viðskiptavina,“ er haft eftir Sverri í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kaup og sala fyrirtækja Origo Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður Godo, segir í samtali við fréttastofu að Origo komi inn sem nýr hluthafi í fyrirtækinu sem hluti af viðskiptunum og fái mann í stjórn. Fyrirtækin hafi verið í samkeppni fram að þessu en sjái fram á að þau séu sterkari sameinuð en í sitthvoru lagi. Stjórnendur þeirra telja að sameiningin sé ekki tilkynningaskyld til Samkeppniseftirlitsins og sé því ekki háð samþykki stofnunarinnar. Sverrir segir að Origo sé ekki með ráðandi hlut í Godo og fái einn stjórnarmann af fimm. Hann vildi ekki fara nánar í útfærslu kaupanna. Fram kemur í tilkynningu frá Godo að fyrirtækið hafi starfað á sviði ferðatækni frá árinu 2013 og sé með kjarnastarfsemi í þremur löndum. Að sögn stjórnenda verður við sameininguna til eitt öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki landsins á sviði ferðatækni en Godo er einnig með skrifstofur í Danmörku og Svíþjóð. Með tæplega fjörutíu starfsmenn á Íslandi Booking Factory og Reserva sérhæfa sig í þróun hugbúnaðarlausna fyrir hótel líkt og Godo en Caren þjónustar bílaleigur. Að sögn Godo munu þær þjónustur haldast óbreyttar en starfa framvegis undir merkjum Flekaskila ehf., rekstarfélags Godo. Starfsfólk þeirra mun flytjast í skrifstofuhúsnæði Godo við Höfðabakka í Reykjavík í september og munu tæplega 40 manns starfa hjá sameinuðu fyrirtæki á Íslandi. „Það er okkur sönn ánægja að bjóða Booking Factory, Reserva og Caren velkomin til okkar. Með þessari sameiningu erum við enn betur í stakk búin til þess að auka við vöruframboðið í þágu ferðaþjónustunnar og styrkja þjónustu til viðskiptavina,“ er haft eftir Sverri í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kaup og sala fyrirtækja Origo Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira