Vísitala íbúðaverðs lækkar áfram og kaupsamningum fækkar Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. ágúst 2023 11:37 Kaupsamningum Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8 prósent milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölu hefur ekki mælst jafn lítil síðan 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í júní voru sautján prósentum færri en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðu Landsbankans undir liðnum efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi vísitala íbúðaverðs lækkað um 0,8 prósent milli mánaða í júlí og lækkað um 1,1 prósent í júní. Fyrir það hafi hún hækkað á milli mánaða fjóra mánuði í röð. Sérbýlishluti vísitölunnar lækkaði um 2,8 prósent, mun meira en fjölbýlishlutinn sem lækkaði um 0,2 prósent. Árshækkun vísitölunnar fór úr 2,7 prósentum niður í 0,8 prósent og hefur hún ekki verið svo lítil síðan í janúar 2011. Árshækkunin náði hámarki í júní í fyrra þegar hún mældist 25,5 prósent. Þessi mikla lækkun á tólf mánaða breytingunni er tilkomin vegna þess að vísitalan lækkaði milli mánaða og vegna þess að mælingin frá í júlí 2022 datt út úr ársbreytingunni. Ólíklegt að markaðurinn komist á skrið Á vef Landsbankans kemur einnig fram að 514 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í júní, samkvæmt tölum HMS. Um sautján prósentum færri en í júní í fyrra. Síðustu 23 mánuði hafa kaupsamningar verið færri en í sama mánuði árið á undan. Þeim fækkaði þó minna milli ára í júní heldur en í maí og apríl, þegar þeim fækkaði um 35 prósent og 26 prósent milli ára. Landsbankinn segir að vaxtahækkanir hafi komið skýrast fram á íbúðamarkaði og að markaðurinn fari enn kólnandi þó viðskipti séu langt frá því að stöðvast. Enn séu í gildi reglur um þrengri lánþegaskilyrði sem styðji við áhrif vaxtahækkana og torvelda ekki síst nýjum kaupendum að koma inn á markaðinn. Þá segir að frá því að fasteignamarkaðurinn fór að róast um mitt síðasta ár hafi mánaðarbreyting vísitölu verið breytileg og óútreiknanleg. Því sé ekki útséð um að íbúðaverð geti hækkað aftur lítillega á næstu mánuðum. Ólíklegt sé að markaðurinn komist á mikið skrið á meðan vextir eru eins háir og nú. Verðþróun velti því að miklu leyti á því hvenær verðbólgan hjaðnar nógu mikið til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferli. Verðbólgan skrifist nú að litlu leyti á íbúðamarkað og þessar nýju tölur gefi frekari ástæðu til að telja að peningastefnunefnd taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum. Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Þetta kemur fram á vefsíðu Landsbankans undir liðnum efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi vísitala íbúðaverðs lækkað um 0,8 prósent milli mánaða í júlí og lækkað um 1,1 prósent í júní. Fyrir það hafi hún hækkað á milli mánaða fjóra mánuði í röð. Sérbýlishluti vísitölunnar lækkaði um 2,8 prósent, mun meira en fjölbýlishlutinn sem lækkaði um 0,2 prósent. Árshækkun vísitölunnar fór úr 2,7 prósentum niður í 0,8 prósent og hefur hún ekki verið svo lítil síðan í janúar 2011. Árshækkunin náði hámarki í júní í fyrra þegar hún mældist 25,5 prósent. Þessi mikla lækkun á tólf mánaða breytingunni er tilkomin vegna þess að vísitalan lækkaði milli mánaða og vegna þess að mælingin frá í júlí 2022 datt út úr ársbreytingunni. Ólíklegt að markaðurinn komist á skrið Á vef Landsbankans kemur einnig fram að 514 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í júní, samkvæmt tölum HMS. Um sautján prósentum færri en í júní í fyrra. Síðustu 23 mánuði hafa kaupsamningar verið færri en í sama mánuði árið á undan. Þeim fækkaði þó minna milli ára í júní heldur en í maí og apríl, þegar þeim fækkaði um 35 prósent og 26 prósent milli ára. Landsbankinn segir að vaxtahækkanir hafi komið skýrast fram á íbúðamarkaði og að markaðurinn fari enn kólnandi þó viðskipti séu langt frá því að stöðvast. Enn séu í gildi reglur um þrengri lánþegaskilyrði sem styðji við áhrif vaxtahækkana og torvelda ekki síst nýjum kaupendum að koma inn á markaðinn. Þá segir að frá því að fasteignamarkaðurinn fór að róast um mitt síðasta ár hafi mánaðarbreyting vísitölu verið breytileg og óútreiknanleg. Því sé ekki útséð um að íbúðaverð geti hækkað aftur lítillega á næstu mánuðum. Ólíklegt sé að markaðurinn komist á mikið skrið á meðan vextir eru eins háir og nú. Verðþróun velti því að miklu leyti á því hvenær verðbólgan hjaðnar nógu mikið til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferli. Verðbólgan skrifist nú að litlu leyti á íbúðamarkað og þessar nýju tölur gefi frekari ástæðu til að telja að peningastefnunefnd taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum.
Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun