Vegan búðinni lokað en eigandinn trúir á kraftaverk Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. ágúst 2023 21:30 Vegan búðin hefur verið sögð stærsta vegan dagvörubúð heims. Vísir/Vilhelm Vegan búðinni í Skeifunni í Reykjavík verður lokað á næstunni. Eigandi matvöruverslunarinnar segir ástæðuna vera hátt leiguverð og krefjandi aðstæður til innflutnings. Hann trúi þó á kraftaverk. Verslunin var opnuð árið 2019 í Skeifunni þar sem verslun Bónus var áður til húsa. Hefur þar eingöngu verið boðið upp á vegan matvörur, það er engar dýraafurðir. Eigendaskipti urðu í júní þegar Vegan Junk ehf. festi kaup á búðinni. Undir færslu á Facebook-hópnum Vegan Ísland segir Daniel Ivánovics, eigandi búðarinnar, að ýmislegt komi til. „Við þyrftum 2,2 sinnum meiri tekjur en við höfum núna til þess að geta borgað leigu,“ skrifar Daniel og heldur áfram: „Innflutningur hefur verið ótrúlega krefjandi, að sex mánuðum liðnum hefðum við getað bætt úrvalið til muna en við höfum runnið út á tíma. Áform mín til þess að bjarga rekstrinum áttu að fara loks af stað í næstu viku en ég hef hætt við þau þar sem við erum nú þegar of nálægt endalokunum, enn og aftur höfum við ekki nægan tíma.“ Hann segir áframhaldandi rekstur Vegan búðarinnar og Junkyard vera áhættu. „Enginn veit hvað mun gerast. Þetta gæti þróast í ýmsar áttir og lausnir sem gætu þróast en við verðum bara að bíða og sjá.“ Loks segir Daniel að út ágústmánuð verði búðin lokuð á sunnudögum, mánudögum og þriðjudögum. „Við lögðum allt í þetta, veðjuðum á rauðan en stundum sigrar húsið. Ég trúi samt á kraftaverk,“ skrifar Daniel að lokum. Vegan Neytendur Verslun Reykjavík Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira
Verslunin var opnuð árið 2019 í Skeifunni þar sem verslun Bónus var áður til húsa. Hefur þar eingöngu verið boðið upp á vegan matvörur, það er engar dýraafurðir. Eigendaskipti urðu í júní þegar Vegan Junk ehf. festi kaup á búðinni. Undir færslu á Facebook-hópnum Vegan Ísland segir Daniel Ivánovics, eigandi búðarinnar, að ýmislegt komi til. „Við þyrftum 2,2 sinnum meiri tekjur en við höfum núna til þess að geta borgað leigu,“ skrifar Daniel og heldur áfram: „Innflutningur hefur verið ótrúlega krefjandi, að sex mánuðum liðnum hefðum við getað bætt úrvalið til muna en við höfum runnið út á tíma. Áform mín til þess að bjarga rekstrinum áttu að fara loks af stað í næstu viku en ég hef hætt við þau þar sem við erum nú þegar of nálægt endalokunum, enn og aftur höfum við ekki nægan tíma.“ Hann segir áframhaldandi rekstur Vegan búðarinnar og Junkyard vera áhættu. „Enginn veit hvað mun gerast. Þetta gæti þróast í ýmsar áttir og lausnir sem gætu þróast en við verðum bara að bíða og sjá.“ Loks segir Daniel að út ágústmánuð verði búðin lokuð á sunnudögum, mánudögum og þriðjudögum. „Við lögðum allt í þetta, veðjuðum á rauðan en stundum sigrar húsið. Ég trúi samt á kraftaverk,“ skrifar Daniel að lokum.
Vegan Neytendur Verslun Reykjavík Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira