Körfubolti

Stórtap í Tyrklandi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Orri Gunnarsson stóð upp úr hjá strákunum okkar í dag.
Orri Gunnarsson stóð upp úr hjá strákunum okkar í dag. Vísir/Diego

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta átti ekki roð í það tyrkneska í fyrsta leik liðsins í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í Istanbúl í dag. Tyrkir unnu 17 stiga sigur.

Ísland hékk í Tyrkjum í fyrsta leikhlutanum og munurinn þrjú stig, 20-17, að honum loknum. 34 stig Tyrkja gegn aðeins 14 frá Íslandi í öðrum gengu hins vegar frá leiknum.

Tyrkir náðu með 30 stiga forystu en Ísland beit frá sér er Tyrkir hvíldu menn á lokakaflanum. Munurinn að endingu 17 stig, 99-72 fyrir Tyrkland.

Orri Gunnarsson átti afar góðan leik í íslenska liðinu og skoraði 20 stig, með tæplega 60 prósenta skotnýtingu og fóru sex af níu þriggja stiga skotum hans niður.

Aðrir leikmenn klukkuðu ekki tveggja stafa tölu í stigaskori en Tryggvi Snær Hlinason og Sigtryggur Arnar Björnsson skoruðu báðir átta stig.

Ísland mætir Úkraínu í öðrum leik sínum í riðlinum strax á morgun. Úkraína vann Búlgaríu 80-71 í riðlinum fyrr í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×