Neytendur

Hætti fljótt við um­deilt þjónustu­gjald

Árni Sæberg skrifar
Dmitrijs Stals er stofnandi og forstjóri Legendary Hotels & Resorts ehf.
Dmitrijs Stals er stofnandi og forstjóri Legendary Hotels & Resorts ehf. Aðsend

Eigandi veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur ákveðið að hætta að rukka fimmtán prósent þjónustugjald. Hann hafði sagt gjaldið ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi.

Greint var frá því á föstudag að Dmitrijs Štāls, eigandi Legendary Nordic Restaurant á Hellu, hefði ákveðið að gera tilraun þegar kemur að verðlagi á veitingahúsinu í formi þjónustugjalds.

Þjónustugjaldið nam fimmtán prósentum af verði matar og drykkjar og lagðist sjálfkrafa ofan á reikning gesta. Það var hins vegar valkvætt að sögn Štāls.

Viðskiptablaðið greinir nú frá því að Štāls hafi snarhætt við tilraunina eftir að fjallað var um hana í fjölmiðlum og vísar í tilkynningu þess efnis.

Þá segir að jafnframt að veitingastaðurinn muni bjóða viðskiptavinum 20 til 28 prósent afslátt af öllum mat og drykk. Ekki kemur fram hversu lengi það tilboð endist.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×