Makamál

Ör­laga­­ríkt matar­­­boð leiddi þau saman

Íris Hauksdóttir skrifar
Árni og Harpa Fönn eru nýjustu viðmælendurnir í viðtalsliðnum Ást er. 
Árni og Harpa Fönn eru nýjustu viðmælendurnir í viðtalsliðnum Ást er.  aðsend

Listaparið Árni Kristjánsson og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir kynntust í Tjarnarbíó þegar Harpa var að framleiða sýningu með Vinnslunni og Árni var með skrifstofu í húsinu til að skrifa leikrit.

Það var orðið heldur dularfullt hversu oft Árni var í kaffipásu frá skrifunum á sama tíma og Vinnslan, og aðeins með áhuga á að spjalla við Hörpu. Harpa lét reyna á þetta með því að bjóða Árna með sér í matarboð með hljómsveit sinni, Grúsku Babúsku. Átta árum síðar hafa bæst við tvö börn, land í Borgarfirðinum og ótal verkefni.

Nýjasta samstarfsverkefni þeirra hjóna heitir Yoga Vegferð þar sem þau miðla leiðum til að nýta aðferðir og lífsspeki jóga í hversdeginum.aðsend

Þó Árni starfi fyrir Amnesty International og Harpa Fönn sem lögfræðingur höfundarréttarsamtakana Myndstef eru þau hjónin einnig sannir partners-in-crime, sem vinna saman, skapa saman og verja öllum tíma utan þess með fjölskyldunni. Nýjasta samstarfsverkefni þeirra heitir Yoga Vegferð þar sem þau miðla leiðum til að nýta aðferðir og lífsspeki jóga í hversdeginum. Árni og Harpa eru nýjustu viðmælendurnir í viðtalsliðnum Ást er


Fyrsti kossinn:

„Á Húrra fyrir átta árum síðan í kjölfar matarboðsins örlagaríka sem lýst var hér að ofan.“

Uppáhalds rómatíska kvikmyndin mín er: 

„Það tók okkur smá tíma að rifja upp hvað við hefðum horft á saman sem væri ekki raunveruleikasjónvarp. Eternal sunshine of the spotless mind er auðvitað klassík og við hrifumst mjög af Silver lining playbook, en við vorum sammála um að Blue Jay væri okkar uppáhalds rómantíska mynd.“

Uppáhalds break up ballaðan mín er: 

Nothing compares to you með Sinead O’Connor kemur fyrst upp í hugann. Blessuð sé minning hennar.“

Lagið okkar er: 

„Tónlist er stór hluti af lífi okkar þar sem Harpa Fönn er tónlistarkona, meðfram öllu öðru. Á tímabili héldum við jóla-karíókí heima hjá okkur, fyrir börn, og tókum þá alltaf lagið Baby it’s cold outside, eftir Frank Loesser.“

Mér finnst rómantísk stefnumót vera: 

„Verður að innihalda bíltúr, náttúru og samtöl um drauma og framtíð, heitur pottur með hvítt og rautt í náttúrunni á íslenskri snemmhaustnótt.“

Maturinn: 

„Góður indverskur er alltaf bestur og svo á mexíkóskt taco sérstakan stað í hjarta okkar, þar sem við vörðum hluta fæðingarorlofs okkar í Mexíkó með nýfæddum syni okkar.“

Árni og Harpa með börnum sínum sínum þeim Ylfing og Vordísi.aðsend

Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: 

„Stílabók með ísbirni á og Arsenal treyja, enda er Árni forfallinn Arsenal fan!“

Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: 

„Upptöku af útvarpsþætti. Viðbrögð Hörpu voru: Þetta var frábær þáttur, ég sofnaði strax.”

Parið segir rómantískt stefnumót vera í íslensku náttúrunni.aðsend

Rómantískasti staður á landinu:

„Útsýniskletturinn okkar í Borgarfirði, á fallegri kvöldstund er sólarlagið þar himneskt.“


Ást er: 

„Að hlæja saman og bera skilning fyrir ástríðu hvors annars, og vera samstíga i lífsins gildum, uppeldi og ferðalagi.“


Tengdar fréttir

„Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“

Brashjónin Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson hittust fyrst í október 2019. Þau urðu fljótlega ófrísk en fyrir átti Haukur tvö börn. Á stuttum tíma hafa þau tekist á við allskonar áskoranir, mestmegnis gleðilegar. Þau segja lykilinn að góðu sambandi vera að hafa nóg að gera.

Hræddi mig hvað ég var hrifin af honum

Íris Freyja Salguero og Egill Fannar Halldórsson kynntust fyrir rúmu ári og óhætt að segja ástina hafa blómstrað síðan. Íris Freyja er þekktust fyrir fyrirsætustörf en hún keppti í Miss Universe Iceland árið 2021. Þar hafnaði hún í öðru sæti og var valin Miss Supranational Iceland. Athafnamaðurinn Egill Fannar er annar eigandi Gorilla vöruhúss og fyrirtækisins Wake Up Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×