Hátt í tuttugu milljónir hafa tapast í kortasvikamálum í júlí Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júlí 2023 15:39 Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum. Í júlí hafa 85 svikamál komið inn á borð Landsbankans og þar af 28 mál tengd flutningsfyrirtækjum. Mikil aukning hefur verið á slíkum svikamálum í sumar. Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu Landsbankans segir um milljónatjón að ræða en bankinn metur að um 19,4 milljónir króna hafi tapast í mánuðinum í kortasvikamálum. „Bara í þessari viku eru skráð 39 mál og þar af eru 15 mál tengd flutningsfyrirtækjum,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Algengt sé að viðskiptavinir fái SMS frá flutningsfyrirtækjum þar sem segir að von sé á pakkasendinu. Viðskiptavinur er beðinn um að gefa upp kortaupplýsingar til að greiða fyrir sendingargjöld. „Við þessa aðgerð geta svikararnir framkvæmt greiðslur á kortunum. Nýjasta aðferðin er að fá einstaklinga til að samþykkja greiðsluna í tengslum við flutninginn. Þegar einstaklingar samþykkja greiðsluna, eða halda að þeir séu að samþykkja greiðslu, eru þeir að samþykkja nýtt lífkenni inni í netbanka. Það gefur svikaranum þá svikaranum fullan aðgang að netbanka einstaklings.“ Dæmi um 2,2 milljóna færslu Flestir hafi þá samband við bankann til að loka kortinu. „En þá er svikarinn kominn með jafn mikinn aðgang að netbankanum og einstaklingurinn og getur þá enn náð fjármunum út,“ segir Brynja. Hún hvetur fólk til að hafa varann á. „Það er svo gríðarlega mikilvægt að fólk lesi skilaboðin sem koma á símann þegar við erum að samþykkja greiðslu, því um leið og maður er búinn að samþykkja greiðsluna er hún óendurkræfanleg og ekki hægt að sækja um endurgreiðslu af því að það er búið að samþykkja greiðsluna með réttum hætti.“ Dæmi séu um að fólk samþykki grieðslu upp á 3000 evrur en haldi að um 3000 króna greiðslu sé að ræða. Að sögn Brynju er dæmi um að einstaklingur hafi tapað um 2,2 milljónum króna í einni færslu. Landsbankinn Netglæpir Tölvuárásir Netöryggi Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu Landsbankans segir um milljónatjón að ræða en bankinn metur að um 19,4 milljónir króna hafi tapast í mánuðinum í kortasvikamálum. „Bara í þessari viku eru skráð 39 mál og þar af eru 15 mál tengd flutningsfyrirtækjum,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Algengt sé að viðskiptavinir fái SMS frá flutningsfyrirtækjum þar sem segir að von sé á pakkasendinu. Viðskiptavinur er beðinn um að gefa upp kortaupplýsingar til að greiða fyrir sendingargjöld. „Við þessa aðgerð geta svikararnir framkvæmt greiðslur á kortunum. Nýjasta aðferðin er að fá einstaklinga til að samþykkja greiðsluna í tengslum við flutninginn. Þegar einstaklingar samþykkja greiðsluna, eða halda að þeir séu að samþykkja greiðslu, eru þeir að samþykkja nýtt lífkenni inni í netbanka. Það gefur svikaranum þá svikaranum fullan aðgang að netbanka einstaklings.“ Dæmi um 2,2 milljóna færslu Flestir hafi þá samband við bankann til að loka kortinu. „En þá er svikarinn kominn með jafn mikinn aðgang að netbankanum og einstaklingurinn og getur þá enn náð fjármunum út,“ segir Brynja. Hún hvetur fólk til að hafa varann á. „Það er svo gríðarlega mikilvægt að fólk lesi skilaboðin sem koma á símann þegar við erum að samþykkja greiðslu, því um leið og maður er búinn að samþykkja greiðsluna er hún óendurkræfanleg og ekki hægt að sækja um endurgreiðslu af því að það er búið að samþykkja greiðsluna með réttum hætti.“ Dæmi séu um að fólk samþykki grieðslu upp á 3000 evrur en haldi að um 3000 króna greiðslu sé að ræða. Að sögn Brynju er dæmi um að einstaklingur hafi tapað um 2,2 milljónum króna í einni færslu.
Landsbankinn Netglæpir Tölvuárásir Netöryggi Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira