Eyðilagði bikar Verstappen á verðlaunapallinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 13:31 Max Verstappen með brotinn bikar á verðlaunapallinum. Getty/Qian Jun Bretinn Lando Norris hefur verið að minna á sig með góðri frammistöðu í síðustu keppnum í formúlu eitt sem voru í Englandi og Ungverjalandi en hann stal fyrirsögnunum á annan hátt eftir verðlaunaafhendinguna í Ungverjalandi um helgina. Norris, sem keyrir fyrir McLaren-Mercedes liðið, var að ná öðru sætinu annan kappaksturinn í röð en keppnin í ár hefur verið að mestu keppni um annað sætið því yfirburðir Max Verstappen hafa verið það miklir. Max Verstappen vann sjöundu keppnina í röð í Ungverjalandi og fékk að launum veglegan bikar. Verstappen hefur unnið tvo heimsmeistaratitla í röð og er með 110 stiga forystu í keppni ökumanna í ár. Thanks @LandoNorris pic.twitter.com/Yw9e50oCxd— Max Verstappen (@Max33Verstappen) July 23, 2023 Auk þess að fá bika fyrir frammistöðu sína þá fengu mennirnir þrír á verðlaunapallinum veglega kampavínsflöskur sem þeir sprautuðu yfir hvern annan og alla í kring. Norris var ekki nógu ánægður með þrýstinginn í kampavínsflösku sinni og barði henni í verðlaunapallinn. Vandamálið var að bikarinn hans Max Verstappen þoldi ekki höggið, datt í jörðina og brotnaði. Norris eyðilagði því í raun bikar Verstappen á verðlaunapallinum. „Takk fyrir Lando,“ sagði Max Verstappen á Twitter og liðið hans Red Bull skrifaði: „Okkur vantar smá lím.“ Lando Norris sjálfur vill ekki taka fulla ábyrgð. „Lando setti bikarinn alltaf nálægt brúninni. Það datt í gólfið og þetta er ekki mitt vandamál heldur hans,“ sagði Norris brosandi. Norris fékk uppfærslu á bílnum sínum í Austurríki og það hefur skilað honum upp í fimmta sæti í keppni ökumanna með þremur góðum keppnum í röð. Fyrst fjórða sætið og svo tvisvar í röð í öðru sæti. Lando Norris breaking Max Verstappen s #HungarianGP trophy pic.twitter.com/p1MGE7ZOli— SuperSport (@SuperSportTV) July 23, 2023 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Norris, sem keyrir fyrir McLaren-Mercedes liðið, var að ná öðru sætinu annan kappaksturinn í röð en keppnin í ár hefur verið að mestu keppni um annað sætið því yfirburðir Max Verstappen hafa verið það miklir. Max Verstappen vann sjöundu keppnina í röð í Ungverjalandi og fékk að launum veglegan bikar. Verstappen hefur unnið tvo heimsmeistaratitla í röð og er með 110 stiga forystu í keppni ökumanna í ár. Thanks @LandoNorris pic.twitter.com/Yw9e50oCxd— Max Verstappen (@Max33Verstappen) July 23, 2023 Auk þess að fá bika fyrir frammistöðu sína þá fengu mennirnir þrír á verðlaunapallinum veglega kampavínsflöskur sem þeir sprautuðu yfir hvern annan og alla í kring. Norris var ekki nógu ánægður með þrýstinginn í kampavínsflösku sinni og barði henni í verðlaunapallinn. Vandamálið var að bikarinn hans Max Verstappen þoldi ekki höggið, datt í jörðina og brotnaði. Norris eyðilagði því í raun bikar Verstappen á verðlaunapallinum. „Takk fyrir Lando,“ sagði Max Verstappen á Twitter og liðið hans Red Bull skrifaði: „Okkur vantar smá lím.“ Lando Norris sjálfur vill ekki taka fulla ábyrgð. „Lando setti bikarinn alltaf nálægt brúninni. Það datt í gólfið og þetta er ekki mitt vandamál heldur hans,“ sagði Norris brosandi. Norris fékk uppfærslu á bílnum sínum í Austurríki og það hefur skilað honum upp í fimmta sæti í keppni ökumanna með þremur góðum keppnum í röð. Fyrst fjórða sætið og svo tvisvar í röð í öðru sæti. Lando Norris breaking Max Verstappen s #HungarianGP trophy pic.twitter.com/p1MGE7ZOli— SuperSport (@SuperSportTV) July 23, 2023
Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira