Innherji

Stækkað stöðu sína í Íslandsbanka um nærri milljarð eftir sátt bankans við FME

Hörður Ægisson skrifar
Eftir að hafa lækkað skarpt að undanförnu hefur hlutabréfaverð Íslandsbanka rétt úr kútnum í þessari viku.
Eftir að hafa lækkað skarpt að undanförnu hefur hlutabréfaverð Íslandsbanka rétt úr kútnum í þessari viku. Vísir/Vilhelm

Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) hefur verið umsvifamestur meðal stærri hluthafa Íslandsbanka að auka við hlutabréfastöðu sína dagana eftir að bankinn tilkynnti í lok júní um sátt við fjármálaeftirlitið, sem fól í sér hæstu sektargreiðslu fjármálafyrirtækis í Íslandssögunni, vegna brota á lögum og innri reglum við sölu á hlutum í sjálfum sér í fyrra. Lífeyrissjóðurinn stækkaði eignarhlut sinn samhliða því að hlutabréfaverð Íslandsbanka fór lækkandi.


Tengdar fréttir

Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka

Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar.

Er­lendir fjár­festar ekki átt stærri hlut í Ís­lands­banka frá skráningu

Á sama tíma og Capital Group lauk við sölu á eftirstandandi hlutum sínum í Marel fyrr í þessum mánuði hefur bandaríski sjóðastýringarrisinn haldið áfram að stækka við stöðu sína í Íslandsbanka en samanlagður eignarhlutur erlendra sjóða í bankanum er nú farinn að nálgast tíu prósent. Samkvæmt nýju verðmati er bankinn metinn á liðlega 19 prósent yfir núverandi markaðsgengi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×