Innherji

Hagnaður Arion banka ætti að tvö­faldast á grunni sterkra vaxta­tekna

Hörður Ægisson skrifar
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, og Jón Guðni Ómarsson, nýráðinn bankastjóri Íslandsbanka, en bankarnir muni kynna uppgjör sín fyrir fyrri árshelming síðar í þessum mánuði.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, og Jón Guðni Ómarsson, nýráðinn bankastjóri Íslandsbanka, en bankarnir muni kynna uppgjör sín fyrir fyrri árshelming síðar í þessum mánuði.

Væntingar eru um að afkoma stóru viðskiptabankanna í Kauphöllinni verði umfram arðsemismarkmið þeirra á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir að erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum hafi enn neikvæð áhrif á fjármunartekjurnar. Þar munar mestu um kröftugan vöxt í vaxtatekjum, stærsti tekjupóstur Arion banka og Íslandsbanka, en útlit er fyrir að hagnaður Arion af reglulegri starfsemi muni meira en tvöfaldast frá fyrra ári, samkvæmt spám hlutabréfagreinenda.


Tengdar fréttir

Þungur baggi Ís­lands­banka fælir Kviku frá sam­runa

Hartnær fimm mánuðum eftir að samrunaviðræður hófust milli Kviku banka og Íslandsbanka ákvað stjórn Kviku að slíta viðræðunum. Stjórnin vísaði til „atburða síðustu daga“ en fór ekki í saumana á því hvers vegna ákveðið var að slíta viðræðum þegar ljóst var að ávinningurinn af samruna gæti orðið verulegur. Að baki ákvörðuninni liggur sú staðreynd að sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlitið, sem var áfellisdómur yfir vinnubrögðum bankans við útboð á eigin hlutum, getur haft svo víðtækar afleiðingar, bæði í pólitískum og viðskiptalegum skilningi, að stórar forsendur bresta.

Verð­lagning ís­lenskra banka leitar í sama horf og nor­rænna

Snörp gengislækkun á undanförnum mánuðum veldur því að markaðsvirði íslenskra banka er nú orðið sambærilegt og bókfært virði eiginfjár. Lækkunin helst í hendur við meðaltalsþróun hjá fimm stærstu bönkum á hinum Norðurlöndunum, að sögn sjóðstjóra, en það má rekja til þess að horfur séu á minni arðsemi, hægari vöxt í vaxtartekjum, meiri kostnaði og aukinnar áhættu í rekstri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×