Brad Pitt tók upp atriði í kvikmynd á formúlukeppninni um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 17:01 Brad Pitt í fullum skrúða í upptökunum á Silverstone um helgina. AP/Christian Bruna Það var nóg að gerast á Silverstone kappakstursbrautinni um helgina og þá erum við ekki bara að tala um breska formúlu eitt kappaksturinn sem ávallt fær sviðsljósið. Max Verstappen fagnaði sigri í Silverstone kappakstrinum en hann var þar að vinna sjötta kappaksturinn í röð sem skilar honum 99 stiga forskoti í keppni ökumanna. Verstappen er langt kominn með að tryggja sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. This photo of Brad Pitt and Damson Idris walking the grid at Silverstone pic.twitter.com/RglwTJfCey— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023 Áhorfendur fengu ekki aðeins að fylgjast með Verstappen fara á kostum á brautinn því á meðan keppninni stóð þá var bandaríski stórleikarinn Brad Pitt að taka upp atriði í formúlu eitt myndinni sinni. Myndin mun heita Apex og er hinn 59 ára gamli Pitt í aðalhlutverki. Hann leikur þar ökumanninn Sonny Hayes og sást spranga um í hvítum ökumannabúning í miðri formúlukeppni um helgina. Senurnar sem voru teknar upp á Silverstone voru teknar upp í sérstökum bílskúr sem var byggður við brautina og þá voru akstursatriði tekin upp á milli keppnishluta í formúlu eitt kappakstrinum sjálfum. Brad Pitt dukket opp på Silverstone! https://t.co/vFrSKIGM9A— TV 2 Sport (@tv2sport) July 9, 2023 Pitt á þarna að leika eldri ökumann sem var hættur að keppa í F1 en snýr til baka til að aðstoða ungan og upprennandi ökumann. Myndin er auðvitað enn í tökum og það er ekki búist við því að hún komi í kvikmyndahús fyrr en í lok næsta árs eða í byrjun ársins 2025. Apple TV er að framleiða myndina sem mun enda inn á streymisveitunni eftir að hún hættir í bíó. Það eru enn frekari formúlu eitt tengingar því sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton er framleiðandi af þessari myndi. Brad Pitt is ready for his run on track at Silverstone (via @wtf1official) pic.twitter.com/ITYxjQPshT— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Max Verstappen fagnaði sigri í Silverstone kappakstrinum en hann var þar að vinna sjötta kappaksturinn í röð sem skilar honum 99 stiga forskoti í keppni ökumanna. Verstappen er langt kominn með að tryggja sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. This photo of Brad Pitt and Damson Idris walking the grid at Silverstone pic.twitter.com/RglwTJfCey— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023 Áhorfendur fengu ekki aðeins að fylgjast með Verstappen fara á kostum á brautinn því á meðan keppninni stóð þá var bandaríski stórleikarinn Brad Pitt að taka upp atriði í formúlu eitt myndinni sinni. Myndin mun heita Apex og er hinn 59 ára gamli Pitt í aðalhlutverki. Hann leikur þar ökumanninn Sonny Hayes og sást spranga um í hvítum ökumannabúning í miðri formúlukeppni um helgina. Senurnar sem voru teknar upp á Silverstone voru teknar upp í sérstökum bílskúr sem var byggður við brautina og þá voru akstursatriði tekin upp á milli keppnishluta í formúlu eitt kappakstrinum sjálfum. Brad Pitt dukket opp på Silverstone! https://t.co/vFrSKIGM9A— TV 2 Sport (@tv2sport) July 9, 2023 Pitt á þarna að leika eldri ökumann sem var hættur að keppa í F1 en snýr til baka til að aðstoða ungan og upprennandi ökumann. Myndin er auðvitað enn í tökum og það er ekki búist við því að hún komi í kvikmyndahús fyrr en í lok næsta árs eða í byrjun ársins 2025. Apple TV er að framleiða myndina sem mun enda inn á streymisveitunni eftir að hún hættir í bíó. Það eru enn frekari formúlu eitt tengingar því sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton er framleiðandi af þessari myndi. Brad Pitt is ready for his run on track at Silverstone (via @wtf1official) pic.twitter.com/ITYxjQPshT— ESPN F1 (@ESPNF1) July 9, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira