Sjötti sigurinn í röð hjá Verstappen Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 16:00 Max Verstappen er með yfirburðastöðu í Formúlu 1. Vísir/Getty Það fær ekkert stöðvarð ökuþórinn Max Verstappen í Formúlu 1. Hann vann nú áðan sinn sjötta sigur í röð þegar hann kom fyrstur í mark á Silverstone brautinni í Bretlandi. Max Verstappen hefur haft yfirburði í Formúlu 1 síðustu tvö tímabilin. Hann varð heimsmeistari ökuþóra í fyrra og er langefstur í keppninni í ár og lið hans Red Bull einnig með yfirburði í keppni bílaframleiðanda. Verstappen var á ráspól í dag og vann að lokum öruggan sigur. Lið McLaren átti góðan dag í dag og ökumaður þeirra Lando Norris varð í öðru sæti rúmum þremur sekúndum á eftir Verstappen. Lewis Hamilton á Mercedes varð í þriðja sæti. Absolutely no doubt who was getting this one @LandoNorris is your #F1DriverOfTheDay!#BritishGP #F1 @salesforce pic.twitter.com/4l8sBCHH4n— Formula 1 (@F1) July 9, 2023 Þetta var sjötti sigur Verstappen í röð og ellefti sigur Red Bull í röð sem er jöfnun á meti McLaren síðan Alain Prost og Ayrton Senna óku fyrir liðið árið 1988. Red Bull gæti slegið það met í Ungverjalandi eftir tvær vikur en fyrsti sigur Red Bull í þessari sigurhrinu kom reyndar í síðasta kappakstri síðasta árs. Verstappen er með nærri 100 stiga forystu í keppni ökumanna. Hann er með 255 stig í efsta sæti en samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, er annar með 156 stig. Red Bull er með örugga forystu í efsta sæti í keppni bílaframleiðenda. Liðið er með 411 stig en Mercedes er í öðru sæti með 203 og Aston Martin í því þriðja með 181 stig. Akstursíþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Max Verstappen hefur haft yfirburði í Formúlu 1 síðustu tvö tímabilin. Hann varð heimsmeistari ökuþóra í fyrra og er langefstur í keppninni í ár og lið hans Red Bull einnig með yfirburði í keppni bílaframleiðanda. Verstappen var á ráspól í dag og vann að lokum öruggan sigur. Lið McLaren átti góðan dag í dag og ökumaður þeirra Lando Norris varð í öðru sæti rúmum þremur sekúndum á eftir Verstappen. Lewis Hamilton á Mercedes varð í þriðja sæti. Absolutely no doubt who was getting this one @LandoNorris is your #F1DriverOfTheDay!#BritishGP #F1 @salesforce pic.twitter.com/4l8sBCHH4n— Formula 1 (@F1) July 9, 2023 Þetta var sjötti sigur Verstappen í röð og ellefti sigur Red Bull í röð sem er jöfnun á meti McLaren síðan Alain Prost og Ayrton Senna óku fyrir liðið árið 1988. Red Bull gæti slegið það met í Ungverjalandi eftir tvær vikur en fyrsti sigur Red Bull í þessari sigurhrinu kom reyndar í síðasta kappakstri síðasta árs. Verstappen er með nærri 100 stiga forystu í keppni ökumanna. Hann er með 255 stig í efsta sæti en samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, er annar með 156 stig. Red Bull er með örugga forystu í efsta sæti í keppni bílaframleiðenda. Liðið er með 411 stig en Mercedes er í öðru sæti með 203 og Aston Martin í því þriðja með 181 stig.
Akstursíþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira