Um orðskrípagerð aktívista Eldur Ísidór skrifar 7. júlí 2023 07:30 Svokölluð hýryrðakeppni Samtakanna ´78 hefur borist í umræðuna undanfarna daga. Samtökin auglýsa eftir kynhlutlausum orðum enn eina ferðina sem eiga að ,,auðga tungumálið”. Í þetta sinn óska þau eftir orði sem á að vera kynhlutlaus amma/afi. Kynjafræðingarnir á Suðurgötunni hafa efnt til svona samkeppni áður og þá urðu til orðskrípin hán, kvár og stálp. Þessi orð eiga að lýsa manneskju sem er hvorki kona né karl og hvorki strákur né stelpa. En af hverju vantar þeim þessi nýju orð? Síðustu 10 ár eða svo hafa Samtökin ´78 þróast úr því að vera mannréttindasamtök yfir í að verða lífskoðunarfélag. Það er auðrannsakanlegt viðfangsefni og við þurfum aðeins og skoða þróunina hjá Samtökunum ´78 og öðrum sambærilegum félögum á Vesturlöndum. Félögin eru ekki lengur grasrótarsamtök, heldur orðin að ríkisstyrktum lífskoðunarfélögum sem er stjórnað af kynjafræðingum. Eftir að ein hjúskaparlög tóku gildi var orðið ansi lítið eftir í lagalegri réttindabaráttu samkynhneigðra. Lagalegu jafnrétti hefur verið náð og það er mikið gleðiefni. Það er ekki sjálfsagt að búa í landi sem býr svona vel að minnihlutahóp eins og okkar. En því miður, þá er aktívismi ekki alltaf einungis drifinn af hugsjónum. Aktívismi er einnig stökkbretti á völd, frama og peninga. Alveg sérstaklega þegar bæði ríkisvaldið og stórfyrirtækin eru til í tuskið. Samkvæmt ársskýrslu Samtakanna ´78 eru þau farin að velta vel á annan hundrað milljón króna á ári; svona álíka og meðal ríkisstofnun. Þetta á kostnað skattgreiðanda. En aftur að orðunum sem þeim vantar? Af hverju vantar þeim þessi orð? Félag sem er ekki lengur í beinni mannréttindabaráttu til þess að sækja rétt einhvers til jafns við aðra þarf að þróa eitthvað nýtt til þess að berjast fyrir. Núna er okkur sagt það að við eigum að viðurkenna ótalmörg kyn og að kyn mannfólksins séu fleiri en tvö. Lög um kynrænt sjálfræði sem voru samþykkt árið 2019 án nokkurrar þjóðfélagslegrar umræðu eru notuð sem rök í þessu efni. Kynin eru fleiri vegna þess að lögin segja það. Það er nú ekki eins og lög hafa ekki staðist tímans tönn áður, þannig að ég tek þessum rökum með töluverðum fyrirvara þangað til betri og lógískri rök koma í ljós. Til þess að berjast fyrir réttindum einhvers til jafnræðis við aðra, þarf því að búa til nýjan hóp sem þarf að berjast fyrir. Í þetta sinn er það fólkið sem af einhverjum ástæðum telur sig kynhlutlaust- þrátt fyrir að vera jafnhallærislega konur eða karlar, eins og við hin. Þau vita að kraftur tungumálsins er máttugur. Þau halda að ef þau breyta málinu, þá breytist raunveruleikinn með. Um það snýst málið. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Svokölluð hýryrðakeppni Samtakanna ´78 hefur borist í umræðuna undanfarna daga. Samtökin auglýsa eftir kynhlutlausum orðum enn eina ferðina sem eiga að ,,auðga tungumálið”. Í þetta sinn óska þau eftir orði sem á að vera kynhlutlaus amma/afi. Kynjafræðingarnir á Suðurgötunni hafa efnt til svona samkeppni áður og þá urðu til orðskrípin hán, kvár og stálp. Þessi orð eiga að lýsa manneskju sem er hvorki kona né karl og hvorki strákur né stelpa. En af hverju vantar þeim þessi nýju orð? Síðustu 10 ár eða svo hafa Samtökin ´78 þróast úr því að vera mannréttindasamtök yfir í að verða lífskoðunarfélag. Það er auðrannsakanlegt viðfangsefni og við þurfum aðeins og skoða þróunina hjá Samtökunum ´78 og öðrum sambærilegum félögum á Vesturlöndum. Félögin eru ekki lengur grasrótarsamtök, heldur orðin að ríkisstyrktum lífskoðunarfélögum sem er stjórnað af kynjafræðingum. Eftir að ein hjúskaparlög tóku gildi var orðið ansi lítið eftir í lagalegri réttindabaráttu samkynhneigðra. Lagalegu jafnrétti hefur verið náð og það er mikið gleðiefni. Það er ekki sjálfsagt að búa í landi sem býr svona vel að minnihlutahóp eins og okkar. En því miður, þá er aktívismi ekki alltaf einungis drifinn af hugsjónum. Aktívismi er einnig stökkbretti á völd, frama og peninga. Alveg sérstaklega þegar bæði ríkisvaldið og stórfyrirtækin eru til í tuskið. Samkvæmt ársskýrslu Samtakanna ´78 eru þau farin að velta vel á annan hundrað milljón króna á ári; svona álíka og meðal ríkisstofnun. Þetta á kostnað skattgreiðanda. En aftur að orðunum sem þeim vantar? Af hverju vantar þeim þessi orð? Félag sem er ekki lengur í beinni mannréttindabaráttu til þess að sækja rétt einhvers til jafns við aðra þarf að þróa eitthvað nýtt til þess að berjast fyrir. Núna er okkur sagt það að við eigum að viðurkenna ótalmörg kyn og að kyn mannfólksins séu fleiri en tvö. Lög um kynrænt sjálfræði sem voru samþykkt árið 2019 án nokkurrar þjóðfélagslegrar umræðu eru notuð sem rök í þessu efni. Kynin eru fleiri vegna þess að lögin segja það. Það er nú ekki eins og lög hafa ekki staðist tímans tönn áður, þannig að ég tek þessum rökum með töluverðum fyrirvara þangað til betri og lógískri rök koma í ljós. Til þess að berjast fyrir réttindum einhvers til jafnræðis við aðra, þarf því að búa til nýjan hóp sem þarf að berjast fyrir. Í þetta sinn er það fólkið sem af einhverjum ástæðum telur sig kynhlutlaust- þrátt fyrir að vera jafnhallærislega konur eða karlar, eins og við hin. Þau vita að kraftur tungumálsins er máttugur. Þau halda að ef þau breyta málinu, þá breytist raunveruleikinn með. Um það snýst málið. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - hagsmunasamtaka samkynhneigðra.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun