Skiptastjóri skoði að rifta samningi Helga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 07:36 Helgi Magnússon var stjórnarformaður Torgs. Vísir/Vilhelm Skiptastjóri þrotabús Torgs, sem gaf út Fréttablaðið, er með það til skoðunar hvort ástæða sé til að rifta samningi félagsins við félag Helga Magnússonar, þegar dv.is og aðrar eignir Torgs voru keyptar af félagi í hans eigu. Þetta fullyrðir Morgunblaðið í frétt sinni í kjölfar skiptafunds en eftir birtingu hennar gerði Helgi alvarlegar athugasemdir við þessa fullyrðingu og sagði ekkert hafa komið fram á skiptafundinum í gær um að til greina kæmi að rifta umræduum kaupum frá árinu 2021. Riftunarfrestir eru í flestum tilvikum að hámarki tvö ár en rétt rúm tvö ár liðu frá því Hofgarðar ehf. keyptu dv.is og önnur vörumerki af Torgi áður en Torg hætti starfsemi og óskaði eftir gjaldþrotaskiptum. Helgi Magnússon, eigandi Torgs, átti stærstu almennu kröfuna í þrotabúið, sem nam tæplega milljarði króna. Heildarkröfur í þrotabúið námu um 1,5 milljarði. Í frétt Morgunblaðsins segir að eignir félagsins dugi ekki fyrir samþykktum kröfum skiptastjóra í félagið. Samþykktar kröfur nemi um 235 milljónum króna en eignir Torgs nemi einungis um 100 milljónum. Stór hluti þessara krafna eru launakröfur fyrrverandi starfsmanna Fréttablaðsins og Hringbrautar sem mun þá einungis fá hluta launa sinna greiddan. Launakröfurnar eru forgangskröfur í búið. Ekkert nema forgangskröfur Meðal samþykktra krafna er krafa Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem fer fram á um 8,1 milljón króna en skiptastjóri samþykkti 4,2 milljónir. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sem stýrði sérblöðum fer fram á 6,2 milljónir króna og Björn J. Þorláksson 5,2 milljónir. Skiptastjóri samþykkir kröfur þeirra beggja upp að 4,1 milljón. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri búsins, tók ekki afstöðu til almennra krafna í kröfuskrá. Það bendir til þess að ekki sé gert ráð fyrir því að nokkuð fáist upp í aðrar kröfur en forgangskröfur. Fjallað var um kröfuskrá þrotabúsins um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar svara Helga Magnússonar, eiganda Hofgarða. Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Gjaldþrot Tengdar fréttir Fréttirnar séu „mestmegnis slúður og hrein ósannindi“ Helgi Magnússon, stjórnarformaður Hofgarða og stærsti kröfuhafinn í þrotabú Torgs sem gaf meðal annars út Fréttablaðið, gerir alvarlegar athugasemdir við frétt Mbl.is um skipti í þrotabúinu og segir hana í stórum dráttum ranga og villandi. 6. júlí 2023 15:08 Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. 2. júlí 2023 14:16 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Þetta fullyrðir Morgunblaðið í frétt sinni í kjölfar skiptafunds en eftir birtingu hennar gerði Helgi alvarlegar athugasemdir við þessa fullyrðingu og sagði ekkert hafa komið fram á skiptafundinum í gær um að til greina kæmi að rifta umræduum kaupum frá árinu 2021. Riftunarfrestir eru í flestum tilvikum að hámarki tvö ár en rétt rúm tvö ár liðu frá því Hofgarðar ehf. keyptu dv.is og önnur vörumerki af Torgi áður en Torg hætti starfsemi og óskaði eftir gjaldþrotaskiptum. Helgi Magnússon, eigandi Torgs, átti stærstu almennu kröfuna í þrotabúið, sem nam tæplega milljarði króna. Heildarkröfur í þrotabúið námu um 1,5 milljarði. Í frétt Morgunblaðsins segir að eignir félagsins dugi ekki fyrir samþykktum kröfum skiptastjóra í félagið. Samþykktar kröfur nemi um 235 milljónum króna en eignir Torgs nemi einungis um 100 milljónum. Stór hluti þessara krafna eru launakröfur fyrrverandi starfsmanna Fréttablaðsins og Hringbrautar sem mun þá einungis fá hluta launa sinna greiddan. Launakröfurnar eru forgangskröfur í búið. Ekkert nema forgangskröfur Meðal samþykktra krafna er krafa Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem fer fram á um 8,1 milljón króna en skiptastjóri samþykkti 4,2 milljónir. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sem stýrði sérblöðum fer fram á 6,2 milljónir króna og Björn J. Þorláksson 5,2 milljónir. Skiptastjóri samþykkir kröfur þeirra beggja upp að 4,1 milljón. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri búsins, tók ekki afstöðu til almennra krafna í kröfuskrá. Það bendir til þess að ekki sé gert ráð fyrir því að nokkuð fáist upp í aðrar kröfur en forgangskröfur. Fjallað var um kröfuskrá þrotabúsins um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar svara Helga Magnússonar, eiganda Hofgarða.
Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Gjaldþrot Tengdar fréttir Fréttirnar séu „mestmegnis slúður og hrein ósannindi“ Helgi Magnússon, stjórnarformaður Hofgarða og stærsti kröfuhafinn í þrotabú Torgs sem gaf meðal annars út Fréttablaðið, gerir alvarlegar athugasemdir við frétt Mbl.is um skipti í þrotabúinu og segir hana í stórum dráttum ranga og villandi. 6. júlí 2023 15:08 Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. 2. júlí 2023 14:16 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Fréttirnar séu „mestmegnis slúður og hrein ósannindi“ Helgi Magnússon, stjórnarformaður Hofgarða og stærsti kröfuhafinn í þrotabú Torgs sem gaf meðal annars út Fréttablaðið, gerir alvarlegar athugasemdir við frétt Mbl.is um skipti í þrotabúinu og segir hana í stórum dráttum ranga og villandi. 6. júlí 2023 15:08
Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. 2. júlí 2023 14:16