Fær 47 milljónir vegna starfslokanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júlí 2023 18:31 Ásmundur Tryggvason keypti rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar ellefu milljónir í útboðinu og hafði einnig samband við regluvörð til að liðka fyrir kaupum starfsmanna. Hann steig til hliðar á laugardag. Aðsend Bankastjóri Íslandsbanka segir stemningu meðal starfsmanna bankans þunga og mikla sorg ríkja eftir erfiða viku. Hann fundar með formanni VR í vikunni og mun gera sitt besta til að endurvinna traust hans. Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum síðastliðna viku: Birna Einarsdóttir bankastjóri sagði starfi sínu lausu á miðvikudag, Ásmundur Tryggvason framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta á laugardag og Atli Rafn Björnsson, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans, í gær. Vistaskiptum þessu tengt er með þessu lokið. Þá séu starfslokasamningar við Atla Rafn og Ásmund í samræmi við ráðningasamninga. „Það er sex mánaða uppsagnafrestur fyrir forstöðumann og tólf mánaða fyrir framkvæmdastjóra,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Þannig mun Ásmundur fá um 47 milljónir króna greiddar vegna starfsloka en samkvæmt ársreikningi bankans frá því í fyrra voru árslaun hans 47 milljónir, eða um 3,9 milljónir í mánaðalaun. Þá eru önnur launatengd gjöld, svo sem mótframlag í lífeyrissjóð og orlof sem safnast upp á uppsagnarfresti, ekki tekin með í reikninginn. Hér má sjá árslaun stjórnenda bankans á síðasta ári. bæði Birna og Ásmundur hafa látið af störfum vegna ábyrgðar þeirra á brotum sem framin voru við útboð á um fjórðungs hut ríkisins í bankanum. Bæði fá þau tólf mánaða uppsagnafrest og má því leiða að því líkum að Birna fái 48,3 milljónir í heildina og Ásmundur 47 milljónir. Skjáskot úr ársreikningi Íslandsbanka 2022 Finnur Árnason stjórnarformaður bankans sagði í síðustu viku í samtali við fréttastofu að Birna fengi uppsagnarfrest samkvæmt lögum, sem eru tólf mánuðir. Árslaun hennar í fyrra voru 48,3 milljónir króna, eða rétt rúmar fjórar milljónir á mánuði. Í ársreikningnum eru árslaun Atla Rafns ekki tiltekin. Fá ráðgjöf um endurbætur Komst þú einhvern vegin að söluferlinu? „Nei, ég kom ekki að framkvæmdinni eða skipulagningu á ferlinu,“ segir Jón Guðni. „Þeir stjórnendur sem héldu utan um verkið hafa sýnt ábyrgð og eru ekki lengur í sínum stöðum.“ Nú verði ráðist í aðrar úrbætur til að uppræta þá fyrirtækjamenningu sem var jarðvegur fyrir þeim brotum sem framin voru. „Það er margþætt og tekur tíma, við erum búin að ráða okkur ráðgjafa til að skoða hvernig þessu er best hagað á Norðurlöndunum og ætlum að fara mjög vel yfir það. Sömuleiðis skilum við inn okkar úrbótaáætlun til FME og svo förum við yfir þetta allt á hluthafafundi 28. júní.“ Fundar með Ragnari í vikunni Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hótaði í síðustu viku að hætta viðskiptum við bankann bergðist hann ekki betur við stöðu mála. VR er með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka. Sömuleiðis sagðist Ragnar ætla að beina því til Lífeyrissjóðs verslunarmanna að slíta viðskiptum við bankann. Hefurðu rætt við Ragnar? „Nei, ekki ennþá, en ég ætla að hitta hann í vikunni og geri mitt besta til að endurvinna traust hjá honum eins og öðrum,“ segir Jón Guðni. Fáir aðrir hafi viðrað hugmyndir um að slíta viðskiptum við bankann. „Við höfum hins vegar fundið mikla samkennd hjá viðskiptavinum sem hafa verið lengi í viðskiptum og þekkja sína framlínustarfsmenn, viðskiptastjóra og tengiliði mjög vel,“ segir Jón Guðni. Hvernig er stemningin hjá starfsmönnum? „Hún er þung. Það er mikil sorg og miklar tilfinningar. Það ber að bera virðingu fyrir því. Það tekur sinn tíma að vinna úr því og það er verkefnið framundan.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kjaramál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin. 3. júlí 2023 16:55 Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. 3. júlí 2023 11:50 Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum síðastliðna viku: Birna Einarsdóttir bankastjóri sagði starfi sínu lausu á miðvikudag, Ásmundur Tryggvason framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta á laugardag og Atli Rafn Björnsson, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans, í gær. Vistaskiptum þessu tengt er með þessu lokið. Þá séu starfslokasamningar við Atla Rafn og Ásmund í samræmi við ráðningasamninga. „Það er sex mánaða uppsagnafrestur fyrir forstöðumann og tólf mánaða fyrir framkvæmdastjóra,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Þannig mun Ásmundur fá um 47 milljónir króna greiddar vegna starfsloka en samkvæmt ársreikningi bankans frá því í fyrra voru árslaun hans 47 milljónir, eða um 3,9 milljónir í mánaðalaun. Þá eru önnur launatengd gjöld, svo sem mótframlag í lífeyrissjóð og orlof sem safnast upp á uppsagnarfresti, ekki tekin með í reikninginn. Hér má sjá árslaun stjórnenda bankans á síðasta ári. bæði Birna og Ásmundur hafa látið af störfum vegna ábyrgðar þeirra á brotum sem framin voru við útboð á um fjórðungs hut ríkisins í bankanum. Bæði fá þau tólf mánaða uppsagnafrest og má því leiða að því líkum að Birna fái 48,3 milljónir í heildina og Ásmundur 47 milljónir. Skjáskot úr ársreikningi Íslandsbanka 2022 Finnur Árnason stjórnarformaður bankans sagði í síðustu viku í samtali við fréttastofu að Birna fengi uppsagnarfrest samkvæmt lögum, sem eru tólf mánuðir. Árslaun hennar í fyrra voru 48,3 milljónir króna, eða rétt rúmar fjórar milljónir á mánuði. Í ársreikningnum eru árslaun Atla Rafns ekki tiltekin. Fá ráðgjöf um endurbætur Komst þú einhvern vegin að söluferlinu? „Nei, ég kom ekki að framkvæmdinni eða skipulagningu á ferlinu,“ segir Jón Guðni. „Þeir stjórnendur sem héldu utan um verkið hafa sýnt ábyrgð og eru ekki lengur í sínum stöðum.“ Nú verði ráðist í aðrar úrbætur til að uppræta þá fyrirtækjamenningu sem var jarðvegur fyrir þeim brotum sem framin voru. „Það er margþætt og tekur tíma, við erum búin að ráða okkur ráðgjafa til að skoða hvernig þessu er best hagað á Norðurlöndunum og ætlum að fara mjög vel yfir það. Sömuleiðis skilum við inn okkar úrbótaáætlun til FME og svo förum við yfir þetta allt á hluthafafundi 28. júní.“ Fundar með Ragnari í vikunni Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hótaði í síðustu viku að hætta viðskiptum við bankann bergðist hann ekki betur við stöðu mála. VR er með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka. Sömuleiðis sagðist Ragnar ætla að beina því til Lífeyrissjóðs verslunarmanna að slíta viðskiptum við bankann. Hefurðu rætt við Ragnar? „Nei, ekki ennþá, en ég ætla að hitta hann í vikunni og geri mitt besta til að endurvinna traust hjá honum eins og öðrum,“ segir Jón Guðni. Fáir aðrir hafi viðrað hugmyndir um að slíta viðskiptum við bankann. „Við höfum hins vegar fundið mikla samkennd hjá viðskiptavinum sem hafa verið lengi í viðskiptum og þekkja sína framlínustarfsmenn, viðskiptastjóra og tengiliði mjög vel,“ segir Jón Guðni. Hvernig er stemningin hjá starfsmönnum? „Hún er þung. Það er mikil sorg og miklar tilfinningar. Það ber að bera virðingu fyrir því. Það tekur sinn tíma að vinna úr því og það er verkefnið framundan.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kjaramál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin. 3. júlí 2023 16:55 Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. 3. júlí 2023 11:50 Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin. 3. júlí 2023 16:55
Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. 3. júlí 2023 11:50
Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34