Viðskipti innlent

Gunnar Hörður til Brussel frá ríkis­lög­reglu­stjóra

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra, heldur brátt út til Brussel.
Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra, heldur brátt út til Brussel. Stöð 2/Stefán

Gunnar Hörður Garðars­son, sam­skipta­stjóri ríkis­lög­reglu­stjóra, hyggst kveðja fé­laga sína hjá em­bættinu en hann hefur þess í stað störf í Brussel við sam­skipta­deild upp­byggingar­sjóðs EES.

Gunnar Hörður greinir sjálfur frá þessu á sam­fé­lags­miðlum. Gunnar hóf störf hjá ríkis­lög­reglu­stjóra í nóvember árið 2021 en starfaði áður sem að­stoðar­maður þing­flokks Sam­fylkingarinnar.

Hann hefur áður starfað í Brussel en þar starfaði hann fyrir Eftir­lits­stofnun EFTA. Gunnar er með BA-gráðu í stjórn­mála­fræði í Há­skóla Ís­lands og masters­gráðu í al­manna­tengslum frá Stir­ling Uni­versity og Pompeu Fabra-há­skólanum í Barcelona.

„Það er skrítið að vera að kveðja fjöl­skyldu og vini á Ís­landi. Við munum ef­laust ekki ná að hitta alveg alla áður en við flytjum en ferðinni er heitið út í lok ágúst,“ skrifar Gunnar Hörður á Face­book.

„Það er þó stutt milli Brussel og Ís­lands, við munum flakka á milli og segja hæ og það má sannar­lega koma og heim­sækja okkur í landi vaffla, súkku­laði, pomme fri­tes, mynda­sagna og evrópu­sam­vinnu.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×