Er ADHD greining mikilvæg á fullorðinsárum? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 3. júlí 2023 07:31 Ert þú að upplifa einkenni ADHD og finnst þér það hafa litað lífið þitt? Hvað er ADHD, í stuttu máli Það er talað um 3 mismunandi gerðir, ADHD með athyglisbrest sem ráðandi einkenni. ADHD með ofvirkni / hvatvísi sem ráðandi einkenni og ADHD í blönduðu formi þar sem öll 3 höfuðeinkennin, þ.e.a.s. athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi, eru álíka áberandi. Það er mismunandi hvaða einkenni eru hamlandi fyrir hvern og einn. ADHD hefur víðtæk áhrif á mörgum sviðum lífsins og til að fá greiningu þurfa einkenni að hafa verið til staðar frá bernsku. Lífsstefna Er þetta bara „óþarfa stimpill”? Það eru þó nokkrir í þeirri stöðu á fullorðinsárum að spá í því hvort þeir eigi að athuga hvort þeir gætu mögulega verið með ADHD. Hafa jafnvel lesið greinar um ADHD, reynslusögur frá fólki sem er að lýsa sínum einkennum og eða sínu lífi með ADHD og eru þá að tengja við ýmislegt. En svo fer fólk að hugsa, hvort það eigi að vera að hafa fyrir því að fara í greininguna, hvort það sé þess virði, finnst það kannski vera “of seint” eða spyr sig hvort það muni breyta einhverju í þeirra lífi að fá greiningu á ADHD? Ég hef heyrt suma segja “þarf nú að vera setja stimpil á allt”? En að mínu mati snýst þetta alls ekki um það að setja stimpil á neinn. Lífsstefna Hvað „græðir” maður á að fá rétta greiningu? Að fá greiningu getur verið leiðarvísir að sjálfsþekkingu, leið til að læra á og skilja betur eigin þarfir sem svo ýtir undir meira sjálfsmildi. Það eykur möguleika fyrir fólk að fá betri skilning frá öðrum. Fyrir þá sem vantar aukinn stuðning getur það líka gefið fleiri möguleika á viðeigandi aðstoð og eykur líkurnar til muna að fólk sæki sér þann stuðning sem það þarfnast. Fólk sem er án greiningar getur verið búið að kljást við neikvæða sjálfsmynd, sjálfsniðurrif og sumir jafnvel átt erfitt með að fóta sig almennilega í lífinu. Það þýðir samt ekki það að hafa ADHD sé einungis með neikvæðar hliðar síður en svo, en málið er samt að einkenni ADHD geta verið verulega hamlandi fyrir marga. Með greiningunni geta fylgt ákveðin verkfæri sem nýtast til sjálfsvinnu þar sem með því að vita hver rót vandans er verður auðveldara að vinna með hann. Þegar fólk veit að hverju það leitar er það líklegra til að finna það, fólk er líklegra til að sækja sér meiri fræðslu um ADHD og þá er hægt að læra bæði hvað geta verið erfiðar hliðar þess, möguleg bjargráð og hvaða styrkleikar eru mögulega beintengdir því að vera með ADHD. Það er svo margt sem getur tengst ADHD sem fólki dettur ekki hug að sé tenging á milli. Það eru líka ákveðnir fylgikvillar sem geta fylgt ADHD sem geta gert hlutina erfiðara fyrir einstaklinga og gerir rétta greiningu því enn mikilvægari. Þekktir fylgikvillar geta sem dæmi verið kvíði, þunglyndi, námsörðugleikar, tourette, mótþróaþrjóskuröskun ofl. Lífsstefna ADHD og kulnun Þegar við tölum um fólk með ADHD sem hefur farið í gegnum lífið án þess að fá rétta greiningu þá verðum við líka að skoða þá staðreynd að þessi hópur er mun líklegri til að vera komin í eða á leiðinni í kulnun. Það segir okkur hvað það að greina vandann og að fá tækifæri til að læra um ADHD og skilja þar af leiðandi eigin líðan, upplifanir og í raun allt lífið sitt betur er gríðarlega mikilvægt. Til að draga aðeins saman það sem ég hef skrifað hér að ofan þá myndi ég svara spurningunni “er ADHD greining á fullorðinsárum mikilvæg”? svona Ég myndi segja að það geti verið gríðarlega mikilvægt að skoða hvort um sé að ræða ADHD ef grunur er um slíkt því það getur verið mikill léttir fyrir fólk að fá rétta greiningu. Það öðlast loksins skilning á svo mörgu, það fær svar við mörgum spurningum sem það hefur spurt sjálft sig að. Margir tala líka um að ákveðið uppgjör við fortíðina eigi sér stað og sumir upplifa sorg yfir að hafa ekki fengið greiningu fyrr. Þetta eru allt eðlilegar tilfinningar og það er hægt að upplifa sorg og létti á sama tíma. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefnu sem er fræðslumiðill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ert þú að upplifa einkenni ADHD og finnst þér það hafa litað lífið þitt? Hvað er ADHD, í stuttu máli Það er talað um 3 mismunandi gerðir, ADHD með athyglisbrest sem ráðandi einkenni. ADHD með ofvirkni / hvatvísi sem ráðandi einkenni og ADHD í blönduðu formi þar sem öll 3 höfuðeinkennin, þ.e.a.s. athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi, eru álíka áberandi. Það er mismunandi hvaða einkenni eru hamlandi fyrir hvern og einn. ADHD hefur víðtæk áhrif á mörgum sviðum lífsins og til að fá greiningu þurfa einkenni að hafa verið til staðar frá bernsku. Lífsstefna Er þetta bara „óþarfa stimpill”? Það eru þó nokkrir í þeirri stöðu á fullorðinsárum að spá í því hvort þeir eigi að athuga hvort þeir gætu mögulega verið með ADHD. Hafa jafnvel lesið greinar um ADHD, reynslusögur frá fólki sem er að lýsa sínum einkennum og eða sínu lífi með ADHD og eru þá að tengja við ýmislegt. En svo fer fólk að hugsa, hvort það eigi að vera að hafa fyrir því að fara í greininguna, hvort það sé þess virði, finnst það kannski vera “of seint” eða spyr sig hvort það muni breyta einhverju í þeirra lífi að fá greiningu á ADHD? Ég hef heyrt suma segja “þarf nú að vera setja stimpil á allt”? En að mínu mati snýst þetta alls ekki um það að setja stimpil á neinn. Lífsstefna Hvað „græðir” maður á að fá rétta greiningu? Að fá greiningu getur verið leiðarvísir að sjálfsþekkingu, leið til að læra á og skilja betur eigin þarfir sem svo ýtir undir meira sjálfsmildi. Það eykur möguleika fyrir fólk að fá betri skilning frá öðrum. Fyrir þá sem vantar aukinn stuðning getur það líka gefið fleiri möguleika á viðeigandi aðstoð og eykur líkurnar til muna að fólk sæki sér þann stuðning sem það þarfnast. Fólk sem er án greiningar getur verið búið að kljást við neikvæða sjálfsmynd, sjálfsniðurrif og sumir jafnvel átt erfitt með að fóta sig almennilega í lífinu. Það þýðir samt ekki það að hafa ADHD sé einungis með neikvæðar hliðar síður en svo, en málið er samt að einkenni ADHD geta verið verulega hamlandi fyrir marga. Með greiningunni geta fylgt ákveðin verkfæri sem nýtast til sjálfsvinnu þar sem með því að vita hver rót vandans er verður auðveldara að vinna með hann. Þegar fólk veit að hverju það leitar er það líklegra til að finna það, fólk er líklegra til að sækja sér meiri fræðslu um ADHD og þá er hægt að læra bæði hvað geta verið erfiðar hliðar þess, möguleg bjargráð og hvaða styrkleikar eru mögulega beintengdir því að vera með ADHD. Það er svo margt sem getur tengst ADHD sem fólki dettur ekki hug að sé tenging á milli. Það eru líka ákveðnir fylgikvillar sem geta fylgt ADHD sem geta gert hlutina erfiðara fyrir einstaklinga og gerir rétta greiningu því enn mikilvægari. Þekktir fylgikvillar geta sem dæmi verið kvíði, þunglyndi, námsörðugleikar, tourette, mótþróaþrjóskuröskun ofl. Lífsstefna ADHD og kulnun Þegar við tölum um fólk með ADHD sem hefur farið í gegnum lífið án þess að fá rétta greiningu þá verðum við líka að skoða þá staðreynd að þessi hópur er mun líklegri til að vera komin í eða á leiðinni í kulnun. Það segir okkur hvað það að greina vandann og að fá tækifæri til að læra um ADHD og skilja þar af leiðandi eigin líðan, upplifanir og í raun allt lífið sitt betur er gríðarlega mikilvægt. Til að draga aðeins saman það sem ég hef skrifað hér að ofan þá myndi ég svara spurningunni “er ADHD greining á fullorðinsárum mikilvæg”? svona Ég myndi segja að það geti verið gríðarlega mikilvægt að skoða hvort um sé að ræða ADHD ef grunur er um slíkt því það getur verið mikill léttir fyrir fólk að fá rétta greiningu. Það öðlast loksins skilning á svo mörgu, það fær svar við mörgum spurningum sem það hefur spurt sjálft sig að. Margir tala líka um að ákveðið uppgjör við fortíðina eigi sér stað og sumir upplifa sorg yfir að hafa ekki fengið greiningu fyrr. Þetta eru allt eðlilegar tilfinningar og það er hægt að upplifa sorg og létti á sama tíma. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefnu sem er fræðslumiðill.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun