Viðskipti innlent

Stefán Þór til First Water

Máni Snær Þorláksson skrifar
Stefán Þór hefur verið ráðinn sem tæknistjóri First Water.
Stefán Þór hefur verið ráðinn sem tæknistjóri First Water. Aðsend

Stefán Þór Winkel Jessen hefur verið ráðinn sem tæknistjóri fiskeldisfyrirtækisins First Water, sem áður hét Landeldi. Stefán tekur meðfram því sæti í framkvæmdastjórn félagsins sem hann hefur starfað hjá síðan í lok síðasta árs.

Fram kemur í tilkynningu um ráðninguna að Stefán sé með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá tækniháskólanum í Danmörku (DTU). Þá stundar hann MBA nám við Háskólann í Reykjavík.

„Stefán hefur stjórnað og tekið þátt í mörgum krefjandi verkefnum bæði hérlendis og erlendis sem lúta að hönnun, rekstri og uppbyggingu ýmissa tækniinnviða; til dæmis virkjana, tengivirkja og fjarskipta- og stjórnkerfa.“

Fyrirtækið First Water var stofnað árið 2017 með það að markmiði að byggja upp metnaðarfullt landeldi á laxi við Þorlákshöfn með hreinu vatni og orku. Þá segir í tilkynningunni að sérstök ker verði notuð til að líkja sem best eftir náttúrulegum uppeldisaðstæðum fisksins auk þess sem lífrænir hliðarstraumar verða nýttir, meðal annars til áburðarframleiðslu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×