Þurfa að endurgreiða skíðaferðir: „Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur“ Árni Sæberg skrifar 28. júní 2023 18:39 Þórunn Reynisdóttir er forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Vísir Forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands segir fyrirtækið harma dóma Hæstaréttar þess efnis að því beri að endurgreiða pakkaferðir sem afpantaðar voru skömmu fyrir brottför. Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Viðskiptavinirnir þrír eru feðgar og faðirinn tilkynnti afpöntunina nóttina fyrir brottför fyrir hönd fjölskyldunnar. Málið fór fyrir öll dómstig og niðurstaðan var alltaf sú sama, full endurgreiðsla vegna örar útbreiðslu Covid-19 á Ítalíu. Þessa niðurstöðu harmar Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, sem óskaði eftir því að fá að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Áttu engan möguleika á endurgreiðslu „Ég vil koma því á framfæri og ítreka það að skíðasvæðið var opið á þessum tíma, Icelandair flaug á þessum tíma og við gátum ekki fengið það endurgreitt,“ segir hún. Hún segir ferðaskrifstofuna hafa reynt að fá Icelandair til þess að aflýsa fluginu en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Þá hafi hótelið verið opið og ekki hafi verið hægt að fá gistinguna endurgreidda. „Við hörmum þennan dóm, vegna þess að við getum ekki sótt þetta eitt eða neitt. Eins og það sé ekkert litið til aðstæðna í heild sinni.“ Þórunn segir að endurgreiðsla þriggja skíðaferða sé þungur baggi á litla ferðaskrifstofu og því hafi verið ákveðið að fara með málið alla leið fyrir dómstólum. Heildarkröfur þriggja stefnenda í málunum hljóðuðu upp á um 2,6 milljónir króna en ferðaskrifstofan þarf að greiða þá upphæð auk vaxta og alls málskostnaðar. „Við sitjum bara uppi með þessar milljónir og eigum ekki kröfu á einn eða neinn með það. Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Ferðalög Skíðaíþróttir Mest lesið Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Viðskipti erlent Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Viðskipti innlent Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Viðskipti innlent Már nýr meðeigandi hjá Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Viðskiptavinirnir þrír eru feðgar og faðirinn tilkynnti afpöntunina nóttina fyrir brottför fyrir hönd fjölskyldunnar. Málið fór fyrir öll dómstig og niðurstaðan var alltaf sú sama, full endurgreiðsla vegna örar útbreiðslu Covid-19 á Ítalíu. Þessa niðurstöðu harmar Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, sem óskaði eftir því að fá að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Áttu engan möguleika á endurgreiðslu „Ég vil koma því á framfæri og ítreka það að skíðasvæðið var opið á þessum tíma, Icelandair flaug á þessum tíma og við gátum ekki fengið það endurgreitt,“ segir hún. Hún segir ferðaskrifstofuna hafa reynt að fá Icelandair til þess að aflýsa fluginu en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Þá hafi hótelið verið opið og ekki hafi verið hægt að fá gistinguna endurgreidda. „Við hörmum þennan dóm, vegna þess að við getum ekki sótt þetta eitt eða neitt. Eins og það sé ekkert litið til aðstæðna í heild sinni.“ Þórunn segir að endurgreiðsla þriggja skíðaferða sé þungur baggi á litla ferðaskrifstofu og því hafi verið ákveðið að fara með málið alla leið fyrir dómstólum. Heildarkröfur þriggja stefnenda í málunum hljóðuðu upp á um 2,6 milljónir króna en ferðaskrifstofan þarf að greiða þá upphæð auk vaxta og alls málskostnaðar. „Við sitjum bara uppi með þessar milljónir og eigum ekki kröfu á einn eða neinn með það. Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Ferðalög Skíðaíþróttir Mest lesið Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Viðskipti erlent Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Viðskipti innlent Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Viðskipti innlent Már nýr meðeigandi hjá Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira