Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2023 14:34 Nefndin spurði fulltrúa Seðlabankans spjörunum úr. Vísir/Vilhelm Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. Fundarefni er brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum. Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sátu fyrir svörum. „Það hefur örlað á því í umræðunni um þetta mál að fjármálakerfið í heild sé undir og ýjað að því að mögulega sé sama staða uppi annars staðar eða í annarri starfsemi,“ sagði Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðguleikasviðs Seðlabanka Íslands. „Stærsti hluti starfsemi þessara banka lýtur að viðskiptabankastarfsemi og það eru engar vísbendingar um að þar sé að finna sambærilega annmarka líkt og getið er um í þessari sátt,“ sagði Gunnar og sagði mikilvægt að geta þess að hægt væri að hafa fullt traust á fjármálakerfinu þrátt fyrir Íslandsbankamálið. Ekki sátt heldur játning Þá voru fulltrúar Seðlabankans meðal annars spurðir af því af Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmanni Flokks fólksins, hvort að þeim fyndist það eðlilegt að starfsmenn bankans væru algjörlega stikkfrí í málinu og hvort hægt hefði verið að beita persónulegum sektargreiðslum gegn þeim. Spurði hún einnig hvers vegna sáttaleið hefði verið farin. „Íslandsbanki óskar sjálfur eftir því að ljúka málinu með þessum hætti. Aðili viðurkennir að hann hafi brotið af sér og ræðst í úrbætur. Bæði hefur bankinn óskað eftir sáttinni, gengst við brotum og hefur þegar hafið úrbætur,“ svaraði Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits. Hún segir bankann eiga eftir að skila úttekt á úrbótum sínum í haust sem eftirlit verði með og tryggt að verði fullnægjandi. Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, segir að Seðlabankinn hafi ekki úrræði til þess að gera starfsmenn bankans persónulega ábyrga fyrir greiðslu sektarinnar. Þá segir Gunnar Jakobsson að það lýsi málinu ekki endilega nægilega vel að tala um sátt. „Það er að þvælast fyrir okkur þegar við tölum um sátt að það séu allir sáttir. Þetta snýst um það að það er játning og við ljúkum málinu með játningu og þeim atvikalýsingum á þeim brotum sem hafa verið framin. Mitt mat er að það sé heppilegt að ljúka málum með játningu í stað þess að fara með mál fyrri dóm.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Fundarefni er brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum. Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sátu fyrir svörum. „Það hefur örlað á því í umræðunni um þetta mál að fjármálakerfið í heild sé undir og ýjað að því að mögulega sé sama staða uppi annars staðar eða í annarri starfsemi,“ sagði Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðguleikasviðs Seðlabanka Íslands. „Stærsti hluti starfsemi þessara banka lýtur að viðskiptabankastarfsemi og það eru engar vísbendingar um að þar sé að finna sambærilega annmarka líkt og getið er um í þessari sátt,“ sagði Gunnar og sagði mikilvægt að geta þess að hægt væri að hafa fullt traust á fjármálakerfinu þrátt fyrir Íslandsbankamálið. Ekki sátt heldur játning Þá voru fulltrúar Seðlabankans meðal annars spurðir af því af Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmanni Flokks fólksins, hvort að þeim fyndist það eðlilegt að starfsmenn bankans væru algjörlega stikkfrí í málinu og hvort hægt hefði verið að beita persónulegum sektargreiðslum gegn þeim. Spurði hún einnig hvers vegna sáttaleið hefði verið farin. „Íslandsbanki óskar sjálfur eftir því að ljúka málinu með þessum hætti. Aðili viðurkennir að hann hafi brotið af sér og ræðst í úrbætur. Bæði hefur bankinn óskað eftir sáttinni, gengst við brotum og hefur þegar hafið úrbætur,“ svaraði Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits. Hún segir bankann eiga eftir að skila úttekt á úrbótum sínum í haust sem eftirlit verði með og tryggt að verði fullnægjandi. Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, segir að Seðlabankinn hafi ekki úrræði til þess að gera starfsmenn bankans persónulega ábyrga fyrir greiðslu sektarinnar. Þá segir Gunnar Jakobsson að það lýsi málinu ekki endilega nægilega vel að tala um sátt. „Það er að þvælast fyrir okkur þegar við tölum um sátt að það séu allir sáttir. Þetta snýst um það að það er játning og við ljúkum málinu með játningu og þeim atvikalýsingum á þeim brotum sem hafa verið framin. Mitt mat er að það sé heppilegt að ljúka málum með játningu í stað þess að fara með mál fyrri dóm.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira