Stjarna úr bandaríska háskólaboltanum semur við Álftanes Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2023 16:01 Álftanes ætlar sér stóra hluti. Álftanes Það er ljóst að Álftanes ætlar sér að gera meira en að vera bara með í Subway-deild karla í körfubolta í vetur. Nýliðarnir hafa sótt landsliðsmennina Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson og nú hefur Douglas Wilson samið við félagið út komandi leiktíð. Álftanes sigraði 1. deild karla í körfubolta í vor og mun leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ekkert er til sparað og hefur liðið sankað að sér frábærum leikmönnum að undanförnu. Nú hefur það fengið vægast sagt spennandi viðbót frá Bandaríkjunum. Douglas Wilson er 2.01 metri á hæð og kemur frá South Dakota State-háskólanum. Hann spilar stöðu miðherja eða kraftframherja og var að meðaltali með 17 stig í leik á sínum þremur leiktíðum fyrir South Dakota State. „Wilson hefur það á afrekaskrá sinni að hafa verið valinn besti leikmaður Summit-deildarinnar í Bandaríkjunum, sem er öflug háskóladeild. Það gerði hann strax á sínu fyrsta ári í skólanum. Á þriðja ári sínu var hann svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í deildinni er hann leiddi South Dakota State til sigurs,“ segir í tilkynningu nýliðanna. Wilson samdi við lið í Frakklandi fyrir síðustu leiktíð en í læknisskoðun þar vildu læknar gera frekari rannsóknir á hjarta leikmannsins þar sem það þótti heldur stórt. Fór hann því heim í öll þau próf sem þurfti til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu. Sú er raunin og hefur Wilson því atvinnumannaferilinn með Álftanesi. Hann er vægast sagt spenntur að hefja leik. „Mér er það mikill heiður og það er mikil blessun að fá tækifæri að leika með Álftanesi. Ég get ekki beðið eftir því að komast þangað og byrja að leggja mig fram,“ segir Wilson um komuna til Íslands. „Við erum mjög spennt fyrir komu hans á Álftanesið. Þetta er leikmaður sem hefur hjálpað liðum sínum, bæði í Háskólaboltanum og í Junior College, að ná sögulegum árangri. Hann er virkilega fær leikmaður og passar vel inn í okkar leikstíl,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins um nýjustu viðbótina. Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir Haukur Helgi til Álftaness Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við nýliða Álftaness í Subway deild karla. 24. maí 2023 09:13 Hörður Axel í Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. 17. maí 2023 13:34 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Álftanes sigraði 1. deild karla í körfubolta í vor og mun leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ekkert er til sparað og hefur liðið sankað að sér frábærum leikmönnum að undanförnu. Nú hefur það fengið vægast sagt spennandi viðbót frá Bandaríkjunum. Douglas Wilson er 2.01 metri á hæð og kemur frá South Dakota State-háskólanum. Hann spilar stöðu miðherja eða kraftframherja og var að meðaltali með 17 stig í leik á sínum þremur leiktíðum fyrir South Dakota State. „Wilson hefur það á afrekaskrá sinni að hafa verið valinn besti leikmaður Summit-deildarinnar í Bandaríkjunum, sem er öflug háskóladeild. Það gerði hann strax á sínu fyrsta ári í skólanum. Á þriðja ári sínu var hann svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í deildinni er hann leiddi South Dakota State til sigurs,“ segir í tilkynningu nýliðanna. Wilson samdi við lið í Frakklandi fyrir síðustu leiktíð en í læknisskoðun þar vildu læknar gera frekari rannsóknir á hjarta leikmannsins þar sem það þótti heldur stórt. Fór hann því heim í öll þau próf sem þurfti til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu. Sú er raunin og hefur Wilson því atvinnumannaferilinn með Álftanesi. Hann er vægast sagt spenntur að hefja leik. „Mér er það mikill heiður og það er mikil blessun að fá tækifæri að leika með Álftanesi. Ég get ekki beðið eftir því að komast þangað og byrja að leggja mig fram,“ segir Wilson um komuna til Íslands. „Við erum mjög spennt fyrir komu hans á Álftanesið. Þetta er leikmaður sem hefur hjálpað liðum sínum, bæði í Háskólaboltanum og í Junior College, að ná sögulegum árangri. Hann er virkilega fær leikmaður og passar vel inn í okkar leikstíl,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins um nýjustu viðbótina.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir Haukur Helgi til Álftaness Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við nýliða Álftaness í Subway deild karla. 24. maí 2023 09:13 Hörður Axel í Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. 17. maí 2023 13:34 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Haukur Helgi til Álftaness Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við nýliða Álftaness í Subway deild karla. 24. maí 2023 09:13
Hörður Axel í Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. 17. maí 2023 13:34