Eru hvalveiðar dýraníð? Árný Björg Blandon skrifar 21. júní 2023 12:00 Ég var að hlusta á Vilhjálm Birgisson í Bítinu á Bylgjunni. Honum finnst hvalveiðibannið með ólíkindum og það er hans skoðun því það skerðir lífið hjá mörgum á Akranesi og nærliggjandi umhverfi. Við erum mjög mörg, bæði hérlendis og erlendis sem erum þakklát fyrir ákvörðun Svandísar matvælaráðherra og finnst með ólíkindum hvernig Vilhjálmur og það fólk sem er á hans skoðun getur horft framhjá af hverju Svandís tekur þessa ákvörðun. Hún er ekki út í bláinn og er byggð á dýraverndarlögum. Út er komin haldföst skýrsla sem kveður á um það. Auðvitað ber matvælaráðherra að fara eftir henni en ekki skoðunum þeirra sem, jú, missa vinnu vegna þess. En, það er ekkert nýtt af nálinni þar. Fólk víða missir vinnuna sína og sumir fyrirvaralaust og þarf t.d. að reiða sig á atvinnuleysisbætur. Það eru vonbrigði en þetta er lífið hjá mörgum ekki einungis starfsmönnum hvalveiðidrápa. Stundum er ótrúlegt hvernig fólk vill bara fá að drepa dýr og fara illa með þau af því að það gefur svo mikla peninga. Það er mikil skekkja þar í gangi. Ég kalla það græðgi. Peningar eru þó ekki rót hins illa, heldur græðgin. Það er ekki hægt að kvarta yfir launamissi á kostnað dýraníðs. Þar tala hin ýmsu myndbönd sínu máli. Aðferðin er ótæk, tólin sem eru notuð eru ekki að virka, þannig að þessi stórkostlegu dýr deyi samstundis. Þau kveljast, sum í marga klukkutíma meðan skeyti eru send aftur og aftur til að fella þau. Þetta er ekki mannúðleg aðferð á nokkurn hátt. Vilhjálmur talaði um að 60-70 % hvalanna dræpust samstundis. Hvað með hina 30-40%? Undirritaðri finnst alveg nóg um að einn hvalur þjáist og kveljist í marga klukkutíma af því að tólin til dráps eru ekki nægilega virk. Hvalaskoðun er mjög vinsæl og falleg hér á landi. Fólk og ferðamenn dáist að þessum stóru, tignarlegu dýrum sem fær fólk til að taka andann á lofti, það þyrpist að til að sjá þau og skiljanlega tilbúin að borga vel fyrir það. Einn lítill drengur sem var við hvalaskoðun þann dag sem hvalveiðibannið var gefið út, kom hlaupandi, brosandi út að eyrum til eins starfsmannsins, og tjáði honum að nú mætti ekki drepa þessar flottu skepnur lengur. Undirrituð þekkir starfsmanninn sem fékk þessar gleðifréttir. Með að hvalveiðibannið verði aðeins út sumarið og byrji svo aftur, þá hef ég enga trú á því. Sumarið mun gefa þann tíma sem þarf til að sjá hversu rétt þetta bann er. Ég vil bara óska okkur til hamingju með hvalveiðibannið og sendi þakklæti til þeirra sem flettu ofan af þessari tegund dýraníðs. Höfundur vinnur við þýðingar og textaritun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalir Hvalveiðar Árný Björg Blandon Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á Vilhjálm Birgisson í Bítinu á Bylgjunni. Honum finnst hvalveiðibannið með ólíkindum og það er hans skoðun því það skerðir lífið hjá mörgum á Akranesi og nærliggjandi umhverfi. Við erum mjög mörg, bæði hérlendis og erlendis sem erum þakklát fyrir ákvörðun Svandísar matvælaráðherra og finnst með ólíkindum hvernig Vilhjálmur og það fólk sem er á hans skoðun getur horft framhjá af hverju Svandís tekur þessa ákvörðun. Hún er ekki út í bláinn og er byggð á dýraverndarlögum. Út er komin haldföst skýrsla sem kveður á um það. Auðvitað ber matvælaráðherra að fara eftir henni en ekki skoðunum þeirra sem, jú, missa vinnu vegna þess. En, það er ekkert nýtt af nálinni þar. Fólk víða missir vinnuna sína og sumir fyrirvaralaust og þarf t.d. að reiða sig á atvinnuleysisbætur. Það eru vonbrigði en þetta er lífið hjá mörgum ekki einungis starfsmönnum hvalveiðidrápa. Stundum er ótrúlegt hvernig fólk vill bara fá að drepa dýr og fara illa með þau af því að það gefur svo mikla peninga. Það er mikil skekkja þar í gangi. Ég kalla það græðgi. Peningar eru þó ekki rót hins illa, heldur græðgin. Það er ekki hægt að kvarta yfir launamissi á kostnað dýraníðs. Þar tala hin ýmsu myndbönd sínu máli. Aðferðin er ótæk, tólin sem eru notuð eru ekki að virka, þannig að þessi stórkostlegu dýr deyi samstundis. Þau kveljast, sum í marga klukkutíma meðan skeyti eru send aftur og aftur til að fella þau. Þetta er ekki mannúðleg aðferð á nokkurn hátt. Vilhjálmur talaði um að 60-70 % hvalanna dræpust samstundis. Hvað með hina 30-40%? Undirritaðri finnst alveg nóg um að einn hvalur þjáist og kveljist í marga klukkutíma af því að tólin til dráps eru ekki nægilega virk. Hvalaskoðun er mjög vinsæl og falleg hér á landi. Fólk og ferðamenn dáist að þessum stóru, tignarlegu dýrum sem fær fólk til að taka andann á lofti, það þyrpist að til að sjá þau og skiljanlega tilbúin að borga vel fyrir það. Einn lítill drengur sem var við hvalaskoðun þann dag sem hvalveiðibannið var gefið út, kom hlaupandi, brosandi út að eyrum til eins starfsmannsins, og tjáði honum að nú mætti ekki drepa þessar flottu skepnur lengur. Undirrituð þekkir starfsmanninn sem fékk þessar gleðifréttir. Með að hvalveiðibannið verði aðeins út sumarið og byrji svo aftur, þá hef ég enga trú á því. Sumarið mun gefa þann tíma sem þarf til að sjá hversu rétt þetta bann er. Ég vil bara óska okkur til hamingju með hvalveiðibannið og sendi þakklæti til þeirra sem flettu ofan af þessari tegund dýraníðs. Höfundur vinnur við þýðingar og textaritun.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar