Keyrði með fugl fastan í bremsubúnaði stóran hluta keppninnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 09:01 Max Verstappen keyrði stóran hluta kanadíska kappakstursins með fugl fastan í bremsubúnaði. Minas Panagiotakis/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen þurfti að keyra með óvæntan laumufarþega er hann tryggði Red Bull liðinu sinn hundraðasta sigur í Formúlu 1 í gær. Verstappen kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum í gær og tryggði sér sinn sjötta sigur á tímabilinu. Hann hefur nú unnið fjórar keppnir í röð og er með 69 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Þá var þetta einnig hundraðasti sigur Red Bull frá stofnun liðsins, en Red Bull er með 321 stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða, 154 stigum meira en Mercedes sem situr í öðru sæti. Verstappen fór þó ekki áfallalaust í gegnum kappakstur gærdagsins því strax á ellefta hring tilkynnti hann liði sínu um það að hann væri nokkuð viss um að hann hefði keyrt á fugl. Verstappen 📻: “I think I hit a bird!”Red Bull: “Understood.”😬#F1 #CanadianGP pic.twitter.com/ejzxojetgc— Autosport (@autosport) June 18, 2023 Þegar keppninni lauk kom svo í ljós aðHollendingurinn hafði vissulega keyrt á fugl sem var enn fastur fyrir aftan bremsurás á hægra framhjóli Red Bull-bílsins. „Hann var enn fastur í bílnum mínum og leit því miður ekki vel út,“ sagði Verstappen í samtali við Sky Sports F1 eftir sigur gærdagsins. „Ég vorkenni líka vélvirkjanum sem þurfti að fjarlægja hann.“ Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Verstappen kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum í gær og tryggði sér sinn sjötta sigur á tímabilinu. Hann hefur nú unnið fjórar keppnir í röð og er með 69 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Þá var þetta einnig hundraðasti sigur Red Bull frá stofnun liðsins, en Red Bull er með 321 stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða, 154 stigum meira en Mercedes sem situr í öðru sæti. Verstappen fór þó ekki áfallalaust í gegnum kappakstur gærdagsins því strax á ellefta hring tilkynnti hann liði sínu um það að hann væri nokkuð viss um að hann hefði keyrt á fugl. Verstappen 📻: “I think I hit a bird!”Red Bull: “Understood.”😬#F1 #CanadianGP pic.twitter.com/ejzxojetgc— Autosport (@autosport) June 18, 2023 Þegar keppninni lauk kom svo í ljós aðHollendingurinn hafði vissulega keyrt á fugl sem var enn fastur fyrir aftan bremsurás á hægra framhjóli Red Bull-bílsins. „Hann var enn fastur í bílnum mínum og leit því miður ekki vel út,“ sagði Verstappen í samtali við Sky Sports F1 eftir sigur gærdagsins. „Ég vorkenni líka vélvirkjanum sem þurfti að fjarlægja hann.“
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira