„Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2023 20:08 Allir fjórir viðskiptavinir Costco sem fréttastofa ræddi við voru ánægð með að Costco væri byrjað að selja áfengi í netverslun. Stöð 2/Dúi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. Í kjölfar opnunar áfengisnetverslunar Costco hafa nokkrir aðrir verslunarrisar tilkynnt að á næstunni muni þeir einnig hefja sölu á áfengi á netinu, þar á meðal Hagkaup og Nettó. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem myndast hefur á áfengismarkaði líkjast villta vestrinu. Hann geti ekki dregið aðra ályktun af löggjöfinni en að um sé að ræða lögleg viðskipti. Hann kallar eftir því að settar verði ákveðnar leikreglur á markaðinn. „Þetta er að eflast mjög mikið, það var einmitt út af því sem ég lagði fram í desember frumvarp fyrir ríkisstjórnin til að ramma inn starfsumhverfi þessara verslana. það komst ekki í gegnum ríkisstjórn, er enn á biðmálaskrá. Ég harma það þar sem að mínu mati er nauðsynlegt að setja leikreglur á þessum markaði,“ segir Jón. Hann segist telja einstaklingsframtakið vera framtíðina í áfengismálum og að það myndi leiða af sér betri þjónustu til skattgreiðenda. „Við höfum áður tekist á um þetta, bjórinn sælla minninga, og allt leitar þetta sína eðlilegu leið. Eftir á verða menn hneykslaðir á að við höfum verið svo forpokuð fyrir breytingar en raun bar vitni,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, líkir ástandi á áfengismarkaði við villta vestrið en fagnar aukinni samkeppni við ÁTVR.Vísir/Dúi Ánægja meðal viðskiptavina Costco Viðskiptavinir Costco virðast taka vel í þessa breytingu en þegar fréttastofu bar að garði í dag var fjöldi fólks að bíða í röð eftir því að geta gerst meðlimir. Þá voru þeir sem fréttastofa ræddi við allir á sömu buxunum. Hvað finnst þér um að Costco sé byrjað að selja áfengi? „Mér finnst það glæsilegt,“ sagði Jón Jónsson. Löngu tímabært? „Já, þetta er þægilegt,“ sagði hann. Og Ragna Magnea Þorsteins er sammála. „Mér finnst það allt í lagi,“ sagði Ragna. Það er kannski úrelt að hafa þetta hjá ríkinu? „Mér finnst það,“ sagði hún. Gunnar Ármannsson segist vilja styrkja þetta einkaframtak. „Ég vil gjarnan sjá þetta nálægt matvörubúðum og geta keypt mér rauðvínið með matnum,“ sagði Gunnar. Þá segist Valdís Gunnarsdóttir Þormar vera alfarið á móti rekstri áfengisverslana ríkisins. „Mér finnst þetta bara mjög fínt, ég er reyndar á móti því að ríkið sé að selja áfengi og að mínir skattpeningar fari í að borga fyrir það að halda uppi einhverjum verslunum úti á landi,“ sagði Valdís. Áfengi og tóbak Verslun Costco Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira
Í kjölfar opnunar áfengisnetverslunar Costco hafa nokkrir aðrir verslunarrisar tilkynnt að á næstunni muni þeir einnig hefja sölu á áfengi á netinu, þar á meðal Hagkaup og Nettó. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem myndast hefur á áfengismarkaði líkjast villta vestrinu. Hann geti ekki dregið aðra ályktun af löggjöfinni en að um sé að ræða lögleg viðskipti. Hann kallar eftir því að settar verði ákveðnar leikreglur á markaðinn. „Þetta er að eflast mjög mikið, það var einmitt út af því sem ég lagði fram í desember frumvarp fyrir ríkisstjórnin til að ramma inn starfsumhverfi þessara verslana. það komst ekki í gegnum ríkisstjórn, er enn á biðmálaskrá. Ég harma það þar sem að mínu mati er nauðsynlegt að setja leikreglur á þessum markaði,“ segir Jón. Hann segist telja einstaklingsframtakið vera framtíðina í áfengismálum og að það myndi leiða af sér betri þjónustu til skattgreiðenda. „Við höfum áður tekist á um þetta, bjórinn sælla minninga, og allt leitar þetta sína eðlilegu leið. Eftir á verða menn hneykslaðir á að við höfum verið svo forpokuð fyrir breytingar en raun bar vitni,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, líkir ástandi á áfengismarkaði við villta vestrið en fagnar aukinni samkeppni við ÁTVR.Vísir/Dúi Ánægja meðal viðskiptavina Costco Viðskiptavinir Costco virðast taka vel í þessa breytingu en þegar fréttastofu bar að garði í dag var fjöldi fólks að bíða í röð eftir því að geta gerst meðlimir. Þá voru þeir sem fréttastofa ræddi við allir á sömu buxunum. Hvað finnst þér um að Costco sé byrjað að selja áfengi? „Mér finnst það glæsilegt,“ sagði Jón Jónsson. Löngu tímabært? „Já, þetta er þægilegt,“ sagði hann. Og Ragna Magnea Þorsteins er sammála. „Mér finnst það allt í lagi,“ sagði Ragna. Það er kannski úrelt að hafa þetta hjá ríkinu? „Mér finnst það,“ sagði hún. Gunnar Ármannsson segist vilja styrkja þetta einkaframtak. „Ég vil gjarnan sjá þetta nálægt matvörubúðum og geta keypt mér rauðvínið með matnum,“ sagði Gunnar. Þá segist Valdís Gunnarsdóttir Þormar vera alfarið á móti rekstri áfengisverslana ríkisins. „Mér finnst þetta bara mjög fínt, ég er reyndar á móti því að ríkið sé að selja áfengi og að mínir skattpeningar fari í að borga fyrir það að halda uppi einhverjum verslunum úti á landi,“ sagði Valdís.
Áfengi og tóbak Verslun Costco Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira
Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51
Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03