Viðskipti innlent

Póst­boxum fjölgar á Vest­fjörðum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Póstboxin eru rúmlega sjötíu talsins. 
Póstboxin eru rúmlega sjötíu talsins.  Pósturinn

Nýjum póstboxum hefur verið komið fyrir í sex bæjarfélögum á Vestfjörðum, á Patreksfirði, Bolungarvík, Tálknafirði, Flateyri, Þingeyri og Bíldudal.

„Við höfum unnið hörðum höndum að því að finna stað fyrir öll nýju póstboxin okkar. Um leið og við finnum heppilega staðsetningu er strax hafist handa við að setja póstboxin upp og við sendum uppsetningarteymið okkar af stað,“ segir Kjartan Flosason, forstöðumaður Pósthúsa hjá Póstinum.

Í tilkynningu frá Póstinum kemur fram að þau box sem standa utandyra séu opin allan sólarhringinn. Þá eru þeir staðir sem hýsa póstbox með talsvert lengri opnunartíma en pósthúsin.

Kjartan vekur athygli á því að einnig sé hægt að senda út póst með póstboxunum, og það sé gert í örfáum skrefum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×