Viðskipti innlent

Arnór stýrir SIV eigna­stýringu sem fær starfs­leyfi

Atli Ísleifsson skrifar
Arnór Gunnarsson er framkvæmdastjóri SIV eignastýringar.
Arnór Gunnarsson er framkvæmdastjóri SIV eignastýringar. VÍS

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt SIV eignastýringu hf., dótturfélags tryggingafélagsins VÍS, starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða með viðbótarheimild til eignastýringar auk móttöku og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga.

Arnór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, er framkvæmdastjóri félagsins sem stofnað var árið 2022.

Í tilkynningu frá VÍS segir að SIV muni bjóða upp á sérhæfða fjármálaþjónustu fyrir almenning og fagfjárfesta. 

„Við þessi tímamót verða starfsmenn fjárfestinga VÍS, þeir Arnór Gunnarsson og Guðmundur Oddur Eiríksson, nú starfsmenn hjá SIV eignastýringu. Samhliða þessu færist stýring fjárfestingareigna VÍS til SIV eignastýringar en safnið var 44 milljarðar króna við lok fyrsta ársfjórðungs. 

Auk Arnórs starfa þrír starfsmenn hjá SIV eignastýringu. Þorkell Magnússon, er forstöðumaður sjóðastýringar, Guðmundur Oddur Eiríksson er sjóðstjóri í eignastýringu og Sævar Haraldsson er sjóðstjóri í sjóðastýringu. Þar að auki mun Sigurður Ottó Þorvarðarson hefja störf hjá félaginu í ágúst næstkomandi. 

SIV eignastýring mun á næstu vikum stofna fyrstu sjóðaafurðir félagsins, þar sem bæði verður boðið upp á sérhæfða sjóði fyrir almenning og sérhæfða sjóði fyrir fagfjárfesta. Viðskiptavinum félagsins mun einnig standa til boða sérhæfð stýring á eignasafni þeirra en sú þjónusta er sniðin að fagfjárfestum, t.a.m. lífeyrissjóðum, fyrirtækjum og öðrum stofnanafjárfestum. Rík áhersla verður lögð á virka stýringu á fjármunum með áherslu á traust og langtímaárangur,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×