Viðskipti erlent

Koks hélt tveimur Michelin-stjörnum eftir flutninginn til Græn­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Færeyski staðurinn Koks fluttist tímabundið til Ilimanaq, suður af Ilulissat á Grænlandi, á síðasta ári. Hann flyst aftur til Færeyja í sumarlok.
Færeyski staðurinn Koks fluttist tímabundið til Ilimanaq, suður af Ilulissat á Grænlandi, á síðasta ári. Hann flyst aftur til Færeyja í sumarlok. Air Greenland

Færeyski veitingastaðurinn Koks, sem starfræktur er tímabundið í Ilimanaq, suður af Ilulissat á Grænlandi, heldur tveimur Michelin-stjörnum sínum.

Þetta varð ljóst við Michelin-stjörnuúthlutun ársins fyrir veitingastaði á Norðurlöndum í Finnlandi í gær.

Poul Andrias, yfirkokkur á Koks, segir í samtali við Sermitsiaq að þetta þýði svakalega mikið fyrir staðinn.

„Við erum ánægð og stolt að hljóta þessa viðurkenningu. Það er mikil vinna og margir klukkutímar sem liggja þarna að baki. Svo það er mjög þýðingarmikið að við getum viðhaldið þessum tveimur stjörnum okkar,“ segir Andrias.

Greint var frá því í ársbyrjun 2022 að koks myndi flytjast frá Leynavatni á Straumey til Ilimanaq á Grænlandi næstu tvö sumur, það er 2022 og svo 2023. Gert er ráð fyrir að hann flytji svo aftur til Færeyja í sumarlok.

Húsnæði Koks við Leynavatn á Straumey er um 24 kílómetra norður af Þórshöfn og hlaut staðurinn sína fyrstu Michelin-stjörnu árið 2017. Árið 2019 bætti staðurinn við sig annarri Michelin-stjörnu og hefur haldið henni síðan.

Staðurinn tekur alla jafna einungis við þrjátíu gestum á kvöldi.


Tengdar fréttir

Moss í Grindavík fær Michelin stjörnu

Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×