Viðskipti innlent

Vöru­við­skipta­halli jókst mikið milli ára

Árni Sæberg skrifar
Töluvert meira var flutt inn af vörum en út í maí.
Töluvert meira var flutt inn af vörum en út í maí. Vísir/Vilhelm

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands var vöruskiptajöfnuður neikvæður um 33,9 milljarða króna í maí síðastliðnum. Á sama tíma í fyrra var jöfnuðurinn neikvæður um 26,8 milljarða, eða 7,1 milljarði minna en í ár.

Í maí voru vörur fluttar út fyrir 82,8 milljarða króna og inn fyrir 116,8 milljarða króna, að því er segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar.

Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 342,5 milljarða króna sem er 106,1 milljarði króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr.

Verðmæti bæði inn- og útflutnings aukist mikið en fer minnkandi

Verðmæti vöruútflutnings í maí 2023 var 9,8 milljörðum króna minna, eða 10,6 prósent, en í maí 2022. Það fór úr 92,6 milljörðum króna í 82,8 milljarða. 

Hins vegar var verðmæti útflutnings á tólf mánaða tímabili 999,1 milljarður króna og jókst um 130,8 milljarða króna miðað við tólf mánaða tímabil ári fyrr, eða um 15,1 prósent á gengi hvors árs.

Svipaða sögu er að segja af verðmæti vöruinnflutnings, sem drógst saman um 2,7 prósent í maí milli ára. Fór úr 119,4 milljörðum króna í 116,8 milljarða.

Verðmæti vöruinnflutnings á tólf mánaða tímabili var 1.341,6 milljarðar króna og jókst um 236,8 milljarða miðað við tólf mánaða tímabil ári fyrr eða um 21,4 prósent á gengi hvors árs fyrir sig. Aukningin var mest í eldsneyti, hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingavörum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.