Viðskipti innlent

Stýrir hátt­­semis­­eftir­­liti Seðla­bankans

Atli Ísleifsson skrifar
Linda Kolbrún Björgvinsdóttir.
Linda Kolbrún Björgvinsdóttir. Seðlabanki Íslands

Linda Kolbrún Björgvinsdóttir hefur verið sett framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Seðlabanka Íslands.

Á vef Seðlabanka Íslands segir að Linda Kolbrún hafi hafið störf hjá Fjármálaeftirlitinu sem lögfræðingur árið 2007 og tekið við sem forstöðumaður lagalegs eftirlits Fjármálaeftirlitsins árið 2018. 

„Linda hefur starfað sem forstöðumaður lagalegs eftirlits hjá Seðlabanka Íslands frá 2020. Linda Kolbrún er með BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, MA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.Ed-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.