Önnur rafmyntamiðlun í sigti bandarískra yfirvalda Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 15:40 Coinbase er stærsti miðlari rafmynta sem er skráður í Bandaríkjunum. AP/Richard Drew Coinbase, stærsta rafmyntamiðlun Bandaríkjanna, er sakað um ólöglega starfsemi í kæru bandarískrar verðbréfaeftirlitsstofnunar. Sama stofnun stefndi Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, fyrir aragrúa brota og blekkinga í gær. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) sakar Coinbase um að starfa sem miðlari með rafmyntir án tilskilinna leyfa frá árinu 2019 í síðasta lagi. Þetta hafi gert fyrirtækinu kleift að komast undan eftirliti sem sé ætlað að vernda fjárfesta, þar á meðal fyrir fjársvikum og blekkingum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hlutabréf í Coinbase féllu um 15,9 prósent eftir að SEC lagði stefnuna fram í morgun. Fyrirtækið sakaði SEC um ógegnsæi í eftirliti sínu með rafmyntum, að sögn AP-fréttastofunnar. SEC hafði þó varað Coinbaise við því í mars að fyrirtækið gæti sætt kæru vegna þess að það teldi sig ekki þurfa að beygja sig undir bandarísk lög um verðbréf. Viðskiptavinir Binance, sem SEC kærði fyrir að ýkja magn viðskipta, misferli með fjármuni viðskiptavina og fleira í gær, hafa brugðist við með því að taka út innistæður sínar. Reuters segir að úttektir á rafmyntinni ethereum hafi verið 790 milljónir dollara umfram innrennsli hjá Binance og bandarísku dótturfélagi þess síðasta sólarhringinn. Það er jafnvirði meira en 112 milljarða íslenskra króna. Í stefnu SEC gegn Binance er fyrirtækið sakað um „blekkingavef“ sem var ætlað að koma fyrirtækinu í kringum bandarísk lög. Binance er skráð á Cayman-eyjum og bandarískir notendur áttu aðeins að geta notað þjónustu dótturfélagsins Binance US. Rafmyntir Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Neytendur Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Viðskipti innlent Fegurð er glæpur kom út í mínus Viðskipti innlent „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Neytendur Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Breska stjórnin samþykkir að efla London City-flugvöll Sádar sagðir byrjaðir að skrúfa fyrir kranann Susan Wojcicki er látin Ummæli Trump vekja áhyggjur af sjálfstæði seðlabanka Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Sjá meira
Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) sakar Coinbase um að starfa sem miðlari með rafmyntir án tilskilinna leyfa frá árinu 2019 í síðasta lagi. Þetta hafi gert fyrirtækinu kleift að komast undan eftirliti sem sé ætlað að vernda fjárfesta, þar á meðal fyrir fjársvikum og blekkingum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hlutabréf í Coinbase féllu um 15,9 prósent eftir að SEC lagði stefnuna fram í morgun. Fyrirtækið sakaði SEC um ógegnsæi í eftirliti sínu með rafmyntum, að sögn AP-fréttastofunnar. SEC hafði þó varað Coinbaise við því í mars að fyrirtækið gæti sætt kæru vegna þess að það teldi sig ekki þurfa að beygja sig undir bandarísk lög um verðbréf. Viðskiptavinir Binance, sem SEC kærði fyrir að ýkja magn viðskipta, misferli með fjármuni viðskiptavina og fleira í gær, hafa brugðist við með því að taka út innistæður sínar. Reuters segir að úttektir á rafmyntinni ethereum hafi verið 790 milljónir dollara umfram innrennsli hjá Binance og bandarísku dótturfélagi þess síðasta sólarhringinn. Það er jafnvirði meira en 112 milljarða íslenskra króna. Í stefnu SEC gegn Binance er fyrirtækið sakað um „blekkingavef“ sem var ætlað að koma fyrirtækinu í kringum bandarísk lög. Binance er skráð á Cayman-eyjum og bandarískir notendur áttu aðeins að geta notað þjónustu dótturfélagsins Binance US.
Rafmyntir Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Neytendur Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Viðskipti innlent Fegurð er glæpur kom út í mínus Viðskipti innlent „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Neytendur Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Breska stjórnin samþykkir að efla London City-flugvöll Sádar sagðir byrjaðir að skrúfa fyrir kranann Susan Wojcicki er látin Ummæli Trump vekja áhyggjur af sjálfstæði seðlabanka Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Sjá meira
Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58