Viðskipti innlent

Silja ráðin sam­skipta­stjóri HA

Atli Ísleifsson skrifar
Silja Jóhannesar Ástudóttir.
Silja Jóhannesar Ástudóttir. UNAK

Silja Jóhannesar Ástudóttir hefur verið ráðin í starf samskiptastjóra Háskólans á Akureyri.

 Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri kemur fram að Silja taki við starfinu af Katrínu Árnadóttur, sem undanfarin sjö ár hafi verið forstöðumaður markaðs- og kynningarmála. Því sé um nýtt starfsheiti að ræða með örlítið breyttum áherslum.

„Silja er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og jafnframt hefur hún stundað nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. 

Undanfarin ár hefur Silja starfað sjálfstætt sem verkefnastjóri og ráðgjafi við einstaklinga og fyrirtæki er varðar stofnun fyrirtækja, fjármögnun, sölu, viðskiptaáætlanir, vöruþróun, markaðssetningu, styrkjaumsóknir og tengslanet. 

Hún hefur komið að mörgum verkefnum sem tengjast sérstaklega nýsköpun á landsbyggðunum og starfaði áður m.a. hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Capacent. 

Almannatengsl hafa verið samofin þeim verkefnum sem Silja hefur annað hvort komið að eða stýrt undanfarin ár og þar á meðal mikil samskipti við fjölmiðla, stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Silja hefur nú þegar störf í hlutastarfi en kemur inn í fullt starf í haust,“ segir í tilkynningunni. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.